Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2010 Maí

08.05.2010 15:04

Vorhátíð Engidalsskóla 2010

Í morgun fórum við á Vorhátíð Engidalsskóla.  Ýmislegt var um að vera, leikir, grill, kaffihlaðborð o.fl.  Vel var mætt og ég held að allir sem mættu hafi skemmt sér vel.  Þetta verður í síðasta skipti sem vorhátíðin verður með þessum brag því að þeir nemendur sem eru núna í 4, 5, 6 og 7 bekk fara allir í Víðistaðaskóla næsta vetur vegna breytinga hjá Hafnarfjarðarbæ sem foreldrar margir hverjir eru frekar ósáttir við.  Sérstaklega hversu brátt þetta ber að, ætla samt ekki að ræða það hér.  Setti inn albúm, Vorhátíð Engidalsskóla 2010.  Hér er smá sýnishorn.


Elín Hanna og Ingibjörg sáu um að selja inn á kaffihlaðborðið.


Tveir góðir í dekkjahlaupi.


Fjölskyldurnar léku sér saman.

08.05.2010 14:52

Arnar Finnur leikur listir sínar

Skrapp og kíkti á Hafnarfjarðarhöfnina í gær og rakst þá á Arnar Finn leika listir sínar á sjóþotu.  Ég smellti nokkrum myndum af honum og læt ég þær allar koma hér þó sumar séu ekki alveg í fókus.  Það sýnir bara hver aksjónin var.  Myndirnar í albúmi sem heitir Arnar Finnur.
Hér má sjá þrjár af þessum myndum.  Á þeirri neðstu hafði Arnar Finnur flogið af þotunni.






Hafnarfjarðarhöfn 07. maí 2010

07.05.2010 07:52

Elsku frænka

Elsku besta frænka mín. 
Mér er það ljúft og skilt að láta þig fá smá fréttir af litlu fjölskyldunni minni.  Ég hélt að allar myndirnar hér sýndu að alla vegna ég væri á ferðinni, en áhugasvið þitt nær ekki til báta og verbúða.  Eins og þú veist þá tek ég myndir af öllu og set inn á síðuna mína.  Þar er auðveldast að mynda hús því þau eru alltaf á sama stað, bátar eru margir hverjir í höfnum landsins en fjölskyldan mína er ekki alltaf á sama stað.  Stelpurnar mínar eru svipaðar fuglum að því leiti að þær eru svolítið á ferðinni.
Við feðginin höfum aðeins verið að bursta rykið af reiðfákunum okkar.  Í fyrstu ferðinni hjóluðum við niður að Hafnarfjarðarhöfn.  Eitt stopp var gert áður en að höfninni kom, til að mynda Rósina (sjá blogg hér að neðan:-)).  Hér er Elín Hanna að bíða eftir karli föður sínum.  Hún lætur fara vel um sig og hallar sér að þessum steini sem gæti hafa verið settur þarna til að halla sér uppað.  Annars er allt gott að frétta af "litlu fjölskyldunni", allir hressir. 
Annars er nóg að gera, sérstaklega hjá Elínu Hönnu.  Hún er á fullu í fiðlunni, tók grunnpróf um daginn, útskrifast úr fjórðu bók í dag, þá er stutt síðan hún var að spila með Sinfoníuhljómsveit Íslands í heila viku.  Þá eru að auki öll prófin núna í skólanum.  Svo þú sérð kæra frænka að nóg er að gera hjá þeirri litlu.
Á neðri myndinni sérðu EHR í upphafi fiðlunámsins.  Þá var engin fiðla en það var búin til ein úr reglustiku og hrísgrjónakassa.  Þetta var til að læra réttu stöðuna.  Síðan þetta var hefur mikið hraun runnið eitthvert og heilu fjöllin fokið á haf út.
Við gamla settið höfum það gott.  Segja má að við lifum ennþá á ferðinni góðu og munum gera það um ókomna tíð.  

Við biðjum að heilsa öllum sem vilja þekkja okkur þarna á norðulandinu

Brói............langbesti frændi:-)

E.s. Vona að þetta komi aðeins inná þitt áhugasvið Magga mín.  Þarf að skoða gamlar myndir en þar sem ég hef ekki leyfi til að setja inn myndir úr því góða albúmi nema þá af mér sjálfum þá er ekki mikið um myndir.  Kanski finn ég einhverjar.  Mundu svo Magga mín að það er bannað að blóta þegar þú svarar mér í athugasemdum.........bara vera með hlý og falleg orð í minn garð. hahaha.


Í Hafnarfirði 24. apríl 2010


Í upphafi fiðlunámsins þurfti að búa til fiðlu.

01.05.2010 01:24

Verbúðir í Hafnarfirði

Hef lengi ætlað mér að taka myndir af verbúðunum við Hvaleyrina en aldrei látið verða af því fyrr en þann 25. apríl s.l.  Byrtan var ekki alveg eins go ég hefði viljað en ég set eina hér inn svona til að setja eittvað.  Fleiri inni í albúmi merktu Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.


Verbúðir við Hvaleyrina í Hafnarfirði, 25. apríl 2010


Hafnarfjörður 25. apríl 2010

01.05.2010 01:03

28. apríl 2010

Ég skrapp einn bátarúnt þann 28. apríl 2010 og kíkti m.a. á Reykjavíkurhöfn og Snarfarahöfnina.  Margt var að gerast í Reykjavíkurhöfn, bátar að koma og fara.  Þá voru menn að gera báta klára og á fyrstu myndinni hér að neðan er verið að gera Lunda klárann.  Ef menn ná að stækka myndina þá má sjá manninn fremst á Lunda missa hníf sem hann var að vinna með og hnífurinn er í lausu lofti, ber í mastrið.  Í höfn Snarfara mátti sjá menn vera að gera klárt.  Einn var að keyra upp mótorinn og athuga hvernig hann gengi.  Þá veitti ég því athygli að "snekkjurnar" eru margar komnar á flot.  Setti slatta af myndum inní albúm, Skip og bátar 2010.


950 Lundi í Reykjavíkurhöfn 28. apríl 2010


Vélin keyrð, Snarfarahöfn 28. apríl 2010


Aquarius í Snarfarahöfn 28. apríl 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 222
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 347796
Samtals gestir: 32315
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 15:35:12