Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Blogghistorik: 2017 Länk

15.05.2017 19:10

Teista ex Ella ex Jón Klemens

Teista ex Ella HF 32 9050 ex Jón Klemens 5189.
Smíðaður í Hafnarfirði 1972.  Eik og fura.  1,63 brl. 10 ha. SABB vél.
Eigandi Sigurður Klemensson Búðarflöt, Bessastaaðhreppi, frá 16. maí 1972.  Heimahöfn bátsins var Helguvík í Bessastaðahreppi.  Báturinn var tekinn af skrá 23. mars 1986.
Stórviðgerð fór fram á honum eftir að báturinn hafði rekið upp og brotnað og var hann síðan endurskráður og seldur 9. mars 1992 Sigdóri Sigurðssyni Hafnarfirði og fékk báturinn þá skipaskrárnúmerið 9050.  Báturinn heitir Ella HF 32 og er skráður í Hafnarfirði 1997. 

Núverandi eigandi bátsins er Daníel Jónsson í Ólafsvík.  Daníel keypti bátinn 2010 og skipti um nafn á bátnum og heitir hann Teista í dag.  Daníel fór í að gera bátinn upp.  Skipti um allt ofan á honum og böndin líka.  Skildi eftir tvö öftustu böndin og tvö fremstu böndin.  Notaði nýtt efni í böndin, nælonplast.  Daníel vildi meina að ef þetta efni hefði verið til hér á árum áður hefði það verið notaði í bönd.  Nælonplastböndin eru sterk, fúna ekki og brotna ekki.  Boltaði bátinn allan upp.  Hann sagði allt annað hús á bátnum núna en hann smíðaði það upp.

Þann 11. maí 2017 rakst ég á Teistuna við Snarfarahöfn.  Eigandinn var þarna og kom í ljós að ég hafði rætt við hann áður varðandi annan bát sem hann átti.  Núvernadi eigandi Teistunnar heitir Karl Benediktsson en hann átti Kóp AK áður.  Karl kvaðst ekki ætla að skipta um nafn, þetta væri ágætis nafn en Kópur AK hét eitt sinn Teista HF.


Teista í Ólafsvík 17. maí 2012


Teista við Snarfarahöfn, Reykjavík, 11. maí 2017


  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Namn:

Ríkarður Ríkarðsson

Mobilnummer:

862 0591

Födelsedag:

24. september

Postadress:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Plats:

Hafnarfjörður

Telefonnummer hem:

565 5191

Om:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Länkar

Antal sidvisningar idag: 1717
Antal unika besökare idag: 73
Antal sidvisningar igår: 1314
Antal unika besökare igår: 50
Totalt antal sidvisningar: 364923
Antal unika besökare totalt: 34975
Uppdaterat antal: 18.5.2024 18:27:15