Smá hrakfallasaga af mér. Að morgni 19. des. var ég á leið til vinnu. Var að labba að strætóskýlingu sem er hér utan við húsið. Á leið minni að skýlinu þá flaug ég á hausinn. Það var svo sem í lagi að hrista aðeins upp í mér en það sem verra var að ég braut á mér hægri úlnlið og rifbrotnaði svona rétt í leiðinni vinstra megin. 1-3 rif sem eru brotin, ekki gott að segja að sögn læknis og svo sprunga í beini við úlnlið.
Ég er rétt núna að komast upp á lag með að nota hægri hendinga aðeins en þarf að sitja skakkur við svo umbúðirnar flækist ekki fyrir mér.
Væri því ekki hægt að segja að ég sé margbrotinn persónuleiki........................