Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2011 Maí

11.05.2011 00:02

Finnur og Árni

Maður heitir Árni og er hann Sigtryggsson.  Árni á bát sem Finnur heitir.  Þeir feðgar eru talsvert á ferðinni og ég held ég ljúgi engu með að segja að aflinn sé þokkalegur hjá þeim.  Ég hef gert í því upp á síðakastið að ná myndum af þeim feðgum, Árna og Finn.  Árna til mikillar armæðu frekar en gleði.  Hér koma nokkrar myndir.  Árni það eru margar fleiri til af þessum "hraðbát" á fullri ferð. 


6086 Finnur HF 12 kemur á siglingunni, 05. maí 2011


Árni var ekkert að slá af.


Löndunarbið, 05. maí 2011


Loks komst Árni til að landa aflandum.


Ekki allt undirmál:)


Fiskurinn flokkaður, 05. maí 2011

10.05.2011 23:53

Bátar á innleið

Eitthvað hef ég nú myndað báta á innleið og útleið og hvert sem þeir eru nú að fara.  Hér má sjá þrjá af þeim sem ég hef myndað upp á síðakastið.  Meira síðar.


6417 Dadda HF 43 á innleið, 05. maí 2011


6901 Nafni HU 3 á innleið, 05. maí 2011


6443 Kópur HF 029 á innleið, 09. maí 2011

08.05.2011 01:10

Sólsetur 07. maí 2011

Fallegt sólsetur í gærkveldi.  Ég skellti mér út á Garðaholtið til að horfa á sólsetrið og reyna að ná myndum af því.  Með því að sýna ykkur þessar myndir þá vona ég að þið sjáið aðeins smá hversu fallegt sólsetrið var í raun.


Séð yfir Skógtjörn á Álftanesi.  Sólin að setjast bak við Snæfellsjökul.


Fjórar margæsir á flugi inn í sólarlagið..................ohh en rómó.......


Sólin hnigin bak við Snæfellsjökul, sjá má síðasta blik sólarinnar, smá punktur.


Snæfellsjökull, 07. maí 2011

08.05.2011 00:43

Slasaðar grágæsir

Smá viðbót við það sem ég skrifaði áður.  Ég setti hér neðst að nú væri að sjá hvort Náttís vildi gera eitthvað í málinu.  Ég var að vonast til að fá smá viðbrögð hér inn en ekkert svoleiðis gerðist.  Hins vegar þá var þetta sett inn á hóp fuglaskoðara.  Ég veit hins vegar að þeir sem sjá eiga um að farga dýrum er lögreglan og ég hef talað við kollega mína í Hafnarfirði vegna þessa.  Ég ætlaðist ekki til að þetta rataði neitt annað en hingað og hér vildi ég fá viðbrögðin.  Verð greinilega að nota aðra taktík til að fá viðbrögð.  Hvað svo verður gert kemur í ljós, lögreglan í Hafnarfirði ætlar að kíkja á málið og sjá hvort þeir finni gæsirnar.

Upphafleg skrif
Ég veitti þessum tveimur grágæsum athygli þar sem þær virtust í fyrstu svo gæfar.  Svo sá ég hvað var að, þær eru báðar vængbrotnar.  Önnu sýnilega verr farin en hin.  Ég velti fyrir mér hvað hafi gerst og datt strax í hug að þar sem þarna er hestagyrðing og vír strengdur yfir rennuna sem liggur síðan undir veginn í átt að Kasthúsatjörn.  Ég sá grágæsir í smá leikjum og var mikill hamagangur.  Mér datt helst í hug að þessar tvær hafi verið í svona leikjum og endað á vírnum.  Alla vegna þessir ræflar eru þarna og nú er að sjá hvort Náttúrufræðistofnun vill gera eitthvað í málinu.




Tvær vængbrotnar grágæsir, Álftanes 07. maí 2011

06.05.2011 13:58

6190 Frosti HF 320


6190 Frosti HF 320, Hafnarfjörður 05. maí 2011

Smíðaður af Eyjólfi Einarssyni skipasmíðameistara í Hafnarfirði árið 1981 fyrir Viðar Sæmundsson.  Lengd 9,35,00 m, Breidd 2,83 m, Dýpt 1,57 m, Brúttótonn 7,36

Sjósettur um páska 1981.  Viðar fiskaði um 40 tonn fyrsta mánuðinn. Aðspurður vildi Viðar gera frekar lítið úr fiskiríinu, en jú jú, hann hafi fiskað þokkalega fyrstu vertíðina.

Í upphafi var Volvo Penta vél í bátnum.  Vélin hafi ekki virkað sem skildi og skipti Viðar um vél og var sett í bátinn önnur Volvo Penta vél, 63 ha. Árg. 0-1985.  Sú vél er ennþá í bátnum í dag og slær ekki feilpúst.  Þá skildist mér á Ragnari, næsta eiganda, að Viðar hafi skipt um olíutank í bátnum rétt áður en hann keypti bátinn.


Ragnar Hjaltason í Hafnarfirði kaupir bátinn um 1991.  Ragnar kvaðst ekki hafa gert neinar stórar breytingar á bátnum.  Það hafi verið eðlilegt viðhald, borið á bátinn og málað.  Lét einu sinni sauma hann upp, skipti um lunningar, setti radar í bátinn.  Þetta hafi verið rétt fyrir aldamótin síðustu, líklega um 1998 taldi Ragnar.  Ragnar kvaðst hafa gert bátinn úr á þorskanet og róið norður í Bugt.  Þá hafi hann verið á grásleppu og ýsu svo eitthvað sé nefnt.  Þetta sé hörku sjóbátur.


Ragnar kvaðst hafa selt bátinn til Ágústar Hinrikssonar.  Ragnari fannst Ágúst ekki hugsa nógu vel um Frosta og hafi báturinn svolítið drabbast niður. 


Hugarró ehf kaupir bátinn 2010, í enda sumars og er eigandi bátsins í dag.  Eigandi Hugarró ehf er Ástgeir Finnsson.  Ástgeir er nýbúinn að setja Frosta á flot eftir endurbætur.  Hann kvað Frosta hafa verið frekar sjúskaðan enda búinn að vera á landi nokkuð lengi.  Báturinn farinn að þorna.  Ástgeir kvaðst hafa þurft að skipta um lunningar og öldustokk.  Skrokkurinn hafi sloppið nokkuð vel, þurfti aðallega að komast á flot til að þéttast aftur.  Ástgeir kvaðst ætla að nota bátinn til veiða, en hann færi ekki af stað fyrr en báturinn væri orðinn klár, allt komið í lag.  Hann kvaðst aðeins hafa prófað að sigla bátnum eftir að hann setti á flot og kvaðst hann ánægður með útkomuna.


Þess má gera í framhaldi af þessu að Eyjólfur Einarsson smíðaði strax á eftir Frosta annan bát, eins og Frosta nema lítið eitt lengri.  Þessi bátur heitir Fróði og er nú í lagfæringu við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði.  Næsta verkefni hjá mér......................?

04.05.2011 18:42

Fuglar í snjó

Þann 1. maí var allt á kafi í snjó hér á höfuðborgarsvæðinu.  Ég tók því smá rúnt til að sjá hvernig fuglarnir hefðu það.  Flestir fuglar héldu sig í fjörunum þar sem autt var.  Þó rakst ég á einn og einn sem vappaði um í snjónum.  Þessar grágæsir og þúfutittlingurinn voru á Álftanesinu á kafi í snjón.  Hins vegar er síðasta myndin tekin sama dag úti við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.  Þar var enginn snjór þ.e. við tjörnina.  Á þessari mynd má sjá vel hvernig felubúningur þúfutittlingsins virkar.  Hann er ekkert of greinilegur þó myndin sé þokkalega nálægt.


Grágæs á Álftanesi, 01. maí 2011


Grágæsir á Álftanesi, 01. maí 2011


Þúfutittlingur á Álftanesi, 01. maí 2011


Þúfutittlingur við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, 01. maí 2011

04.05.2011 18:34

Harpan strengjalausa

Harpan strengjalausa en ekki glerlausa varð á vegi mínum.  Ég stoppaði á rauðu ljósi móts við Hörpuna og þegar ég leit í átt að henni fannst mér gluggarnir eitthvað svo flottir.  Ég tók því eina mynd svona til að reyna að fanga það sem ég sá.  Nú langar mig að leyfa ykkur að sjá það sama og ég sá.  Ekki vantar að þetta gluggaverk er flott en ég segi kanski ekki það sama um húsið sjálft.  Ég ætla svo á tónleika í Hörpunni fljótlega, það er annað mál.


Gluggarnir í Hörpunni.  01. maí 2011

04.05.2011 18:24

1. og 3. maí

Hef verið í vandræðum með tölvuna mína og er ennþá.  Ætla samt að prófa að setja hér inn smá fréttir.  Myndaði eitthvað að bátum bæði 01. og 03. maí hér í Hafnarfjarðarhöfn.  Hér er smá sýnishorn.


6309 Tildra að koma af fuglaveiðum, 01. maí 2011


Þróttur siglir inn í Hafnarfjarðarhöfn, 01. maí 2011


Bravo tekur stökkið, Hafnarfjarðarhöfn 03. maí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 6016
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 765001
Samtals gestir: 54765
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 19:36:14