Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2011 Mars

06.03.2011 14:03

Veðurfréttir

Þegar ég setti þessa síðustu mynd inn þá fattaði ég að ég hef myndað Hallgrímskirkju frá þessu svæði nokkrum sinnum í ýmsu veðri.  Þessar myndir hafa nú allar sést hér inni en ekki saman.  Til gamans set ég þær hér inn.  Þetta sýnir þó það að ég mynda ekki bara í sól og blíðu:-)  Þið fyrirgefið að sama myndin kemur tvisvar í röð, þ.e. í þessum tveimur færslum.  Nú er bara spurning hvort ég eigi að hafa hér inni veðurlýsingar, svona er veðrið í dag?  Vandinn við það er sá að þú getur átt von á öllum veðrabrygðum á sama degi.  Látum þetta bara duga um veðrið en svona í lokin þá snjóar úti núna og blæs hraustlega. INNIVEÐUR.

Tveimur bætt við 21. mars 2011


Í roki og rigningu, 27. september .2007 kl. 11:17


Þurrt veður, 30. september 2007 kl. 13:14


Í fallegu haustveðri, 4. október 2009 kl. 17:18


Rok, snjókoma, sól, 6. mars 2011 kl. 11:12


Snjókoma, 06. mars 2011 kl. 17:54


Skýjað, snjókoma annað slagið, 21. mars 2011 kl. 18:39

06.03.2011 13:49

Reykjavík frá Álftanesi

Hvað er það sem íslendingar tala mest um?  Jú, það er líkast til veðrið.  Í dag er búið að vera mjög sérstakt veður hér á höfuðborgarsvæðinu.  Hvasst, gengið á með snjókomu og jafnvel sól.  Á þessari mynd má sjá snjókomuna á undanhaldi rétt sem snöggvast svo það sást í Hallgrímskirkju, sólin náði lítillega að skína, en bara rétt svo því svo breyttist þetta fljótt og snjókoman kom aftur.  Svona er þetta búið að ganga.  Það er þó gaman að taka myndir í þessu veðri líka þó birtan sé ekkert til að hrópa húrra yfir. 


Reykjavík séð frá Álftanesi, 06. mars 2011

06.03.2011 13:42

Blesgæs

Átti leið framhjá Bessastöðum í dag og rak þá augun í fjórar blesgæsir.  Eftir upplýsingum sem ég fékk þá hafa þessar blesgæsir verið hér meira og minna í allan vetur.  Flestar hafa þær verið fimm en ég sá þær fjórar.


Blesgæsir við Bessastaði 06. mars 2011


Blesgæsir við Bessastaði 06. mars 2011

04.03.2011 19:15

Stormur SH 177

Þessi var í Hafnarfjarðarhöfn í dag og smellti ég mynd af honum.  Þetta er 1321 Stormur SH 177 frá Grundafirði eins og stendur á honum, núna.  Þegar heim var komið og ég kíkti inn á síðu Emils Páls sá ég að hann hafði myndað bátinn fyrr í dag en þá stóð bara 177 á stefninu á honum.  Nú var sem sagt búið að bæta úr og setja SH 177.  Nú er bara spurningin, verða meiri breytingar á texta?  Alla vegna ég tók mynda af bátnum þar sem ég hef ekki tekið mynd af honum áður svo ég muni.


1321 Stormur SH 177, Hafnarfjarðarhöfn 4. mars 2011

04.03.2011 19:07

Þungarokkarinn

Rakst á þennan "þungarokkara" í Hafnarfjarðarhöfn núna áðan.  Finnst greiðslan svo flott að ég varð að setja myndina hér inn.  Að öllu gamni slepptu þá er hér á ferðinni toppandarsteggur.  Þessir fuglar eru litríkir og flottir, að mínu mati, ekki bara í svarthvítu.


Toppönd kk í Hafnarfjarðarhöfn, 4. mars 2011

03.03.2011 21:54

Gullnáma

Eins og ég sagði áðan þá lét ég verða af því að fara og kíkja á Jón Ragnar Daðason.  Ekki átti ég alveg von á því sem mætti mér þegar ég kom í aðstöðuna hans.  Þarna á svæðinu voru 10 bátar en ég myndaði níu þeirra og því mikið af upplýsingum sem ég þarf að eltast við á næstunni.  Þetta var eiginlega eins og gullnáma ef svo má segja.  Ég mun að sjálfsögðu kreista Jón Ragnar svolítið þar til hann ljóstrar upp sögum þeirra.


Jón Ragnar, fyrir kreistingu:-), við Svöluna

03.03.2011 21:34

Svalan

Loksins gaf ég mér tíma til að kíkja á Jón Ragnar Daðason og bátinn hans, Svöluna.  Jón Ragnar hefur verið að gera bátinn upp en hann er að læra bátasmíðar og lærimeistari hans er Hafliði Aðalsteinsson. 

Svalan var smíðuð 1906 af Rögnvaldi Lárussyni skipasmið í Stykkishólmi.  Rögnvaldur þessi er langa-langafi Jóns Ragnars.  Í upphafi var Svalan árabátur en síðar var sett í hann vél.  Við hlið Svölunnar bíður Albin 0-1, 5 hestafla, sem sett verðu í bátinn fljótlega.  Það er nánast búið að skipta um allt í bátnum en Jóni tókst að nota tvö borð og afturstefnið á bátnum.
Útlit bátsins er eins og margir bátar á Breiðafirðinum voru, þ.e. að tvö efstu umförin eru máluð og öll neðri eru tjörguð.

Það vantar talsvert í sögu bátsins og mun Jón Ragnar verða rukkaður um hana.  Meira síðar.


Svalan og Albin vélins sem fer í hana.  Reykjavík 3. mars 2011


Jón Ragnar með lærimeistara sínum við Svöluna.  Reykjavík 3. mars 2011

01.03.2011 10:25

Sigrún RE 303

Sigrún RE 303 kom siglandi inn í Reykjavíkurhöfn þegar ég var að mynda fuglalífið þar.  Auðvitað var ekki hægt að láta hana fram hjá sér fara.  Þetta er farið að vera slæmt, áður fyrr hefðu bátarnir fengið að fara framhjá en ekki fuglarnir, nú virðist þetta vera að snúast eitthvað við.  Neeee... það er ekki alveg rétt.  Meðan myndirnar af Sigrúnu urðu 7 þá urðu myndirnar af skörfunum 400 svo fuglarnir hafa ennþá yfirhöndina.


Sigrún RE 303 siglir inn í Reykjavíkurhöfn 27. febrúar 2011


Sigrún RE 303, Reykjavíkurhöfn 27. febrúar 2011

01.03.2011 09:12

Reykjavíkurhöfn

Lífið í Reykjavíkurhöfn er mikið þessa dagana.  Á efstu myndinni má sjá lítið brot af þeim skörfum sem voru í Reykjavíkurhöfn 27. febrúar s.l.  Mest allt voru þetta dílaskarfar en þó sá ég tvo-þrjá toppskarfa svo eitthvað var af þeim líka.  Það var gaman að fylgjast með skörfunum.  Greinilegt að það er fiskur í höfninni því það var hægt að fylgjast með fiskitorfunni eftir því hvar skarfarnir voru.  Þegar fiskitorfan kom inn í höfnina þá komu skarfarnir líka og þeir fylgdu torfunni eftir.  Ég tók margar myndir og þá var ég svolítið að eltast við að ná dílaskarfinum á flugi.  Það tókst bærilega og eru myndir inni í albúmi.  ef þið smellið á myndirnar þá er það bein leið inní albúmið.


Fuglalíf í Reykjavíkurhöfn 27. febrúar 2011


Dílaskarfur, 27. febrúar 2011


Komið inn til lendingar, 27. febrúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1217
Gestir í dag: 337
Flettingar í gær: 3679
Gestir í gær: 1346
Samtals flettingar: 352285
Samtals gestir: 33776
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 21:04:07