Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

01.03.2011 09:12

Reykjavíkurhöfn

Lífið í Reykjavíkurhöfn er mikið þessa dagana.  Á efstu myndinni má sjá lítið brot af þeim skörfum sem voru í Reykjavíkurhöfn 27. febrúar s.l.  Mest allt voru þetta dílaskarfar en þó sá ég tvo-þrjá toppskarfa svo eitthvað var af þeim líka.  Það var gaman að fylgjast með skörfunum.  Greinilegt að það er fiskur í höfninni því það var hægt að fylgjast með fiskitorfunni eftir því hvar skarfarnir voru.  Þegar fiskitorfan kom inn í höfnina þá komu skarfarnir líka og þeir fylgdu torfunni eftir.  Ég tók margar myndir og þá var ég svolítið að eltast við að ná dílaskarfinum á flugi.  Það tókst bærilega og eru myndir inni í albúmi.  ef þið smellið á myndirnar þá er það bein leið inní albúmið.


Fuglalíf í Reykjavíkurhöfn 27. febrúar 2011


Dílaskarfur, 27. febrúar 2011


Komið inn til lendingar, 27. febrúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 359796
Samtals gestir: 34638
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 16:38:22