Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2011 Janúar

04.01.2011 23:23

Árið 2011, fyrstu myndirnar

Þá er komið að fyrstu myndunum sem ég tók á nýju ári.  Ég var á heimleið í dag þegar ég sá þessi líka flottu glitský á himninum.  Á þeim 40 mínútum sem ég er á leiðinni heim þá breyttist birtan mikið en ég lét samt eftir mér að taka nokkrar myndir af þessu þó liturinn væri ekki eins og þegar þetta var flottast.  Allur ljósi skýjaflákinn eru glitský þó það skili sér ekki í þessari birtu.
Eftir að hafa tekið þessar myndir hugsaði ég sem svo, ja, hvað er það sem Íslendingar tala mest um, helst þegar þeir hafa ekkert um að tala?  Veðrið.  Því er það tilvalið að byrja á veðrinu á árinu 2011.  Þá vil ég nefna að myndir hafa bæst við í frásögninni um Kára, smellið á Kára og þá fáiði viðgerðarsöguna, síðan smelliði á mynd og þá fariði í myndaalbúmið og getið skoðað allar myndirnar af viðgerðinni á Kára.  Njótið vel.




Glitský á himni, 4. janúar 2011

04.01.2011 23:16

Fuglar í Stykkishólmshöfn

Um jólin þá var mikið fuglalíf í Stykkishólmshöfn.  Líklega hefur höfnin verið full af síld þó ég hafi nú ekki kíkt sérstaklega eftir því.  Sá þó eina æðarkollu með einhvern fisk og sporðrenna honum snarlega.  Helstu tegundir voru toppskarfar um 15 inni í höfninni og tugir utan við hana, slatti af hvítmáfar, nokkrir bjartmáfar, 1 hettumáfur, talsvert af æðarfugli, nokkrir sendlingar, nokkrir hrafnar svifu yfir og um 30 teistur.  Hef aldrei séð eins margar teistur inni í höfninni í einu.  Ræddi við einn Hólmara sem sagði það sama.  Hér er ein mynd af teisum sem ég náði.  Birtan var nú ekki til að hrópa húrra yfir en læt þessa samt hér svona til staðfestingar.


10 teistur í Stykkishólmshöfn 25.12.2010

02.01.2011 22:19

Bátamyndir í lok árs 2010

Um hátíðarnar náði ég að taka myndir af þremur trillum sem ég mun leita upplýsinga um.  Einn hefur þegar skilað sér, Lára SH 73.  Þessir tveir hér fyrir neðan verða fiskaðir upp, hef þegar náð sambandi við eigendur en á eftir að tala við þá aftur.  Til gamans má geta þess að ég smellti myndum af bátum í höfninni í Stykkishólmi og setti inn í albúm, skip og bátar 2.  Eins og fyrr þá eru allar upplýsingar vel þegnar ef þið hafið einhverja vitneskju um bátana.


Knörr SH 106.  Stykkishólmur 27.12.2010


5008 Hrímnir SH 714. Stykkishólmur 25.12.2010

02.01.2011 22:09

Jól og áramót 2010

Var frekar óduglegur með myndavélina um jól og áramót.  Hef oft verið duglegri en núna klikkaði ég.  En ég tók einhverjar myndir af jólunum hjá tengdaforeldrunum og síðan tók ég myndir af Elínu Hönnu með neyðarblys á gamlárskvöld hér í Hafnarfirði.  Nokkrar myndir í myndaalbúmi.


Elín Hanna farin að bíða eftir pökkunum.  Stykkishólmur 24.12.2010


Skreyting eftir tengdapabba.  Stykkishólmur 24.12.2010


Elín Hanna með neyðarblys.  Hafnarfjörður 31.12.2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 3679
Gestir í gær: 1346
Samtals flettingar: 351240
Samtals gestir: 33554
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 03:13:47