Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2010 Maí

23.05.2010 22:27

Fuglar við Bakkatjörn

Það kemur fyrir að maður kemsti í færi við fugla.  Einna besti staðurinn til að koma sér af stað er Bakkatjörn.  Hér eru tvær en fleiri eru í albúmum, æðarfugl og heiðlóa.


Æðarkolla.  Bakkatjörn 23. maí 2010


Heiðlóa.  Bakkatjörn 23. maí 2010

23.05.2010 22:21

Á bryggjunni

Hef tekið nokkrar myndir af bátum sem eru í höfnunum hér á höfuðborgarsvæðinu.  Myndir í albúmi.


Odra Cuxhaven x Baldvin Þorsteinsson Hafnarfjarðarhöfn 15. maí 2010


950 Lundi RE 20 Reykjavíkurhöfn 23. maí 2010

23.05.2010 22:02

Bakkatjörn

Veitt því athygli í dag að álftarparið á Bakkatjörn er búið að unga út.


Álftarmamma með fjóra unga.  Bakkatjörn 23. maí 2010

21.05.2010 10:19

Fuglasumar eða hvað?

Farfuglarnir okkar eru allir komnir til landsins og varp er hafið hjá sumum þeirra.  Sumarið er í fullum gangi.  Nú er bara að sjá hvernig varpið gengur hjá fuglunum í ár, hvort þeir komi ungunum sínum á flug en það hefur ekki gengið allt of vel síðustu árin.  Sumum tegundum hefur gengið verr en öðrum.  Hér að neðan eru fjórar fuglategundir, kría, rita, sandlóa og stokkönd með ungana sína.  Vonandi verður þetta algeng sjón í sumar.  Það fer þó eftir ætinu og spurning hvort eldgosið hafi einhver áhrif, gæti gert það alla vegna á hluta landsins.


Kría fóðrar ungann sinn.


Rita með egg og unga.


Sandlóa með unga.


Stokkönd með unga.

20.05.2010 07:53

Gert klárt 2010

Ég var að skoða myndir og sá þá að á nokkrum þeirra eru sjóararnir að gera klárt.  Hvað fellst í því að gera klárt?  Eins og sjá má á þessum myndum er það allt frá því að mála og að ræða málin.  Núna í vor hef ég náð nokkrum myndum og ákvað ég að setja þær saman í eina færslu og vonast ég til að þetta lýsi aðeins lífinu á bryggjunni.  Þá vona ég að þið hafið gaman af, ég hef það og er það ekki það sem skiptir máli?


Hafnarfjarðarhöfn.  Ég var að koma inn, bara að prófa...hann virkar flott......


Hafnarfjarðarhöfn. Einn faðmur, tv......


Hafnarfjarðarhöfn.   Tekið til......


Hafnarfjarðarhöfn.  Dittað að....laus skrúfa......


Sandgerðishöfn. Ert þú að verða klár........


Hafnarfjarðarhöfn.  Málað.......


Reykjavíkurhöfn.  Haldiði að það verði einhverjir ferðamenn í ár.......


Snarfarahöfn.  Vélin prófuð

19.05.2010 14:07

Sunna Líf og Fylkir

Hér er ein enn frá Sandgerðishöfn frá því þann 09. maí s.l. 

Hér má sjá 1523 Sunnu Líf KE 7 sem er með heimahöfn í Keflavík (blár).  Sunna Líf var smíðuð árið 1978. 

Þá er það 1914 Fylkir KE 102 sem einnig er með heimahöfn í Keflavík (hvítur).  Hann er sagður smíðaður 1985 og lengdur 1996.  Önnur nöfn á Fylki: Garðar GH 26, Gjörvi ST 36, Fylkir NK 102 og loks Fylkir KE 102.


1523 Sunna Líf KE 7 og 1914 Fylkir KE 102.  Sandgerðishöfn 09. maí 2010

18.05.2010 15:32

1315 Sæljós GK 2

1315 Sæljós GK 2 er með heimahöfn í Sandgerði.  Smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1975.  Breytingar og lagfæringar gerðar hjá Vélsmiðju Sandgerðis 2007-2008.

Nöfn: Eyrún EA 157, Eyrún SH 57, Eyrún GK 157, Eyrún ÁR 66, Eyrún ÁR 26, Maggi Ölvers GK 33 og loks Sæljós GK 2.


1315 Sæljós GK 2.  Sandgerðishöfn 09. maí 2010

16.05.2010 01:31

Sólsetur 15. maí 2010

Ég og Elín Hanna skruppum til að taka myndir af sólsetrinu.  Vorum frekar sein á ferðinni en fundum einn stað þar sem við náðum þokkalegum myndum.  Fleiri myndir í albúmi, Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.


Hestar við Garðakirkju.  15. maí 2010

16.05.2010 01:28

Andrea Odda og Elín Hanna

Við fengum eina frænkuna lánaða í dag.  Það var Andrea Odda og var mikið að gera hjá henni.  Hér má sjá þær frænkur Andreu Oddu og Elínu Hönnu við Lækinn í Hafnarfirði.  Elín Hanna lá þarna uppi á vegg og vildi Andra Odda að sjálfsögðu prófa líka. 


Andrea Odda og Elín Hanna við Lækinn í Hafnarfirði 15. maí 2010

16.05.2010 01:24

Maríuerla

Rakst á þessa maríuerlu um borð í einum bát við höfnina 15. maí 2010.  Hún var nokkuð gæf og leyfði mér að smella af nokkrum myndum áður en hún fór.  Fleiri myndir í albúmi.






Maríuerla 15. maí 2010

16.05.2010 01:15

Nokkrir fuglar 15. maí 2010

Komst í tæri við nokkra fugla við Lækinn í Hafnarfirði í gær.  Setti nokkrar myndir inn.  Ég sá tvo merkta sílamáfa en náði bara mynd af öðrum þeirra, hinn var með ljósblátt merki.  Þá hef ég oft viljað ná hinu fullkomna hjarta hjá álftinni en það hefur ekki tekist ennþá, þið sjáið afraksturinn samt hér að neðan.


Sílamáfurinn YC64 við Lækinn í Hafnarfirði, 15. maí 2010


Ástin liggur í loftinu. Álftir við Lækinn í Hafnarfirði 15. maí 2010


Stokkandarpar við Lækinn í Hafnarfirði, 15. maí 2010

14.05.2010 15:48

1396 Lena ÍS 61

Í ferð minni um Suðurnesin þann 09. maí s.l. sá ég Lenu ÍS 61 í Keflavík.  Fallegur bátur og vel með farinn og vel við haldið að mér sýnist.  Báturinn var smíðaður 1974. 

Eldri nöfn:  Haftindur HF 123, Gunnvör ST 29, Glettingur NS 100, Lena GK 72, Gunnhildur ST 38 og aftur Lena GK 72 og núverandi nafn er: Lena ÍS 61.

Upplýsingar: http://emilpall.123.is/blog/record/420349/ 


1396 Lena ÍS 61.  Keflavíkurhöfn 09. maí 2010

13.05.2010 01:26

1745 Halldóra GK 40 x Hrefna

1745 Halldóra GK 40 x Hrefna.  Þetta sagði ný eigandi mér þegar ég ræddi við hann.  Hann var að ljóka við að mála Halldóru.  Nú er bara eftir að setja tækin í bátinn sagði hann og kvaðst þá tilbúinn á strandveiðarnar.  Kvaðst myndi missa af fyrstu dögunum en taldi það í lagi.  Þá sagðist hann ætla að gera smá tilraun á málningu og nú spyr ég ykkur.  Hvort útlitið er betra, efra með hvítt ofan á stefninu eða blátt eins og á mynd nr. tvö?








Málað að kappi til að klára fyrir strandveiðina.

13.05.2010 01:14

Mikið að gera hjá Elínu Hönnu

Skólaslit í Allegro Suzuki tónlistarskólanum voru í gær, 12. maí 2010 í Langholtskirkju.  Mikill fjöldi krakka kom fram og spiluðu á lokateinleikum.  Hóparnir spiluðu m.a. á selló, píanó og fiðlur.  Krakkarnir sem koma fram eru komin mislangt í náminu og í fiðlunni er því þannig komið fyrir að þau sem eru lengst komin spila fyrst, síðan bætist alltaf við þar til fiðlukrakkarnir voru orðnir um 60 sem spiluðu öll saman.  Hljómurinn var hreint út sagt frábær og spilamennskan flott.  En eins og áður hefur komið fram hefur verið nóg að gera hjá Elínu Hönnu í tónlistinni, vikutónleikar með Sinfoníuhljómsveit Íslands fyrir stuttu síðan, grunnpróf í fiðlu, grunnpróf í tónfræði og tónheyrn, útskrift úr fjórðu bók og núna þessir lokatónleikar.  Þá má ekki gleyma öllum æfingunum fyrir þessa dagskrá hennar.  Þá hefur hún að auki verið í prófum í skólanum sínum svo nóg hefur verið að gera.  Nú sér fyrir endann á þessu og er það af hinu góða.


Elín Hanna á lokatónleikum í Allegro Suzukitónlistarskólanum 12. maí 2010
Fídel, Elín Hanna og Ragnar


Þetta eru eldri krakkarnir að spila, frábær hópur


Svo bættist bara við

13.05.2010 00:54

Tugir báta

Þann 09. maí 2010 skrapp ég smá túr á Suðurnesin.  Var að leita eftir að mynda einhverja fugla en þeir fuglar sem ég sá voru frekar styggir.  Þá notaði ég tækifærið og myndaði báta sem voru í hinum ýmsu höfnum.  Hér má sjá þrjár af þeim myndum sem ég tók.


450 Eldey GK 74 við bryggju í Vogum, 09. maí 2010


Þreytulegur Stormur, Njarðvíkurhöfn 09. maí 2010


1438 Salka GK 79 í Sandgerðishöfn 09. maí 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24