Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2008 Maí

18.05.2008 22:53

Margæs

Ég hef verið rólegur í tíðinni síðustu daga.  Ástæðan er að ég hef verið í smá framkvæmdum heimavið og því ekki gefið mér tíma til að fara út með vélina.  Þó tók ég löngu leiðina heim þann 17. maí. Langa leiðin heim er að keyra út á Álftanes og rétt aðeins að fá tilfinninguna fyrir fuglunum og fara svo heim. Ég hef þá gjarnan myndavélina með.  Tók m.a. þessa mynd af margæs á Hlíðsnesi.


Margæs á Hlíðsnesi.  Myndin tekin 17. maí 2008.

15.05.2008 09:09

Þangskurðarvélin, myndirnar komnar inn

Þá eru myndirnar af þangskurðarvélinni komnar inn.  Eini gallinn er sá að þær koma ekki í réttri tímaröð svo þið skulið líta á þetta sem gestaþraut í leiðinni.  Hvaða mynd er fyrst og hver kemur svo síðust.


Þangskurðarvélin utan í Súgandisey.  Myndin er tekin 10. maí 2008 í Stykkishólmi.

14.05.2008 11:14

Smá vandamál

Myndir af þangskurðarvélinni hafa ekki skilað sér inn þrátt fyrir að mynd úr þeirri möppu sé í síðasta bloggi.  Er að skoða þetta.

14.05.2008 01:36

Þangskurðarvél

Þangskurðarvél rak upp í grjótgarðinn við höfnina í Stykkishólmi.  Sjá nánari frétt á eftirfarandi slóð.    http://stykkisholmsposturinn.is/?i=1&o=1431
Ég náði ekki myndum þar sem þangskurðarvélin var fyrst strand en fyrstu myndirnar mínar eru þegar verið var að draga vélina frá strandstað.  Ekki gekk vel að draga vélina því mikill vindur var og rak vélina upp í Súgandisey og þurfti "dráttarbáturinn" að sleppa tauginni og færa sig til að ná vélinni út.  Síðan var vélin dregin inn í höfnina í Stykkishólmi og á sama tíma kom ferjan Baldur inn og mátti halda að það ætti að stíma á þangskurðarvélina eins og sjá má hér.  Setti inn  möppu með myndum af björguninni.


Baldur á fullri ferð og virðist ætla að kafsigla þangskurðarprammann.  Myndin tekin 10. maí 2008.

05.05.2008 00:53

Margæsir á Álftanesi

Ég hef verið að skoða margæsir á Álftanesinu síðustu daga og finna merkta fugla og lesa merkin á þeim.  Ég geri þetta svona til að hafa gaman af.  Með því að gefa síðan upp merkin þá fæ ég til baka sögu fuglsins, hvenær hann var merktur, hver merkti, hvar merktur, hvar hann hefur séðst síðan hann var merktur í upphafi o.s.frv. 


Margæsir á flugi við Skógtjörn á Álftanesi. Myndin er tekin 03. maí 2008.


Margæsirnar eru núna farnar að kroppa gras á túninu við Katrínarkot. 
Myndin tekin 03. maí 2008.

02.05.2008 10:39

Dírðin, dírðin........

Það er nú meiri dírðin úti þessa dagana og ekki leiðinlegt að heyra lóuna syngja dírðin, dírðin.  Kanski hún syngi dirrindí, dirrindí eða eitthvað annað, hver veit.  Ein mynd hér af syngjandi lóu og þið ákveðið bara sjálf hvað hún syngur. 


Dírðin, dírðin.........myndin tekin á Álftanesi 01. maí 2008

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24