Ég hef verið að skoða margæsir á Álftanesinu síðustu daga og finna merkta fugla og lesa merkin á þeim. Ég geri þetta svona til að hafa gaman af. Með því að gefa síðan upp merkin þá fæ ég til baka sögu fuglsins, hvenær hann var merktur, hver merkti, hvar merktur, hvar hann hefur séðst síðan hann var merktur í upphafi o.s.frv.
Margæsir á flugi við Skógtjörn á Álftanesi. Myndin er tekin 03. maí 2008.
Margæsirnar eru núna farnar að kroppa gras á túninu við Katrínarkot.
Myndin tekin 03. maí 2008.