Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.08.2013 21:38

Norðurland, seinni hluti

Eftir Dalvík var haldið af stað í átt að Ólafsfirði.  Þangað komum við um kl. 19:47.  Bærinn var í skugga vegna hárra fjalla.  Við kíktum aðeins um bæinn og svo á bryggjuna og þar tók ég myndir.


Þrír trébátar innan um plastið.  Ólafsfjörður 06. ágúst 2013


Marvin við bryggju á Ólafsfirði og eigandinn var að kíkja hvort ekki væri allt í lagi.

Á bryggjunni var eigandi af Marvin.  Við ræddum málin og var hann ekkert of sáttur með sumarið sem kom og fór jafn harðan.  Eftir smá kíkk um bæinn var ekið af stað í átt að Siglufirði með smá stoppi í Héðinsfirði.


Séð út Héðinsfjörðinn.

Fallegt veður en þar sem við stóðum í skugga þá var hann svalur.  En vel sést að það var logn þarna.  Næsta stoppistöð Siglufjörður.


Á Siglufirði


Baldur Bjarna á Siglufirði


Húsasund á Siglufirði

Á Siglufirði kíktum við á höfnina, ókum um bæinn og skoðuðum okkur aðeins um.  Nokkra trébáta sá ég sem ég reyndi að mynda en hefði viljað sjá þá fleiri en var seint á ferð og því búið að loka öllu.


Glaumbær í Skagafirði 07. ágúst 2013


Inni í eldhúsinu í Glaumbæ.

Á leiðinni frá Siglufirði ákvæðum við að stoppa og gista í Flugumýri í Skagafirði.  Á leiðinni að Flugumýri ókum við m.a. í 2. gráðu hita, eða á ég að segja kulda.  Eftir að hafa komið sér á fætur var förinni heitið að Glaumbæ í Skagafirði.  Þangað höfum við aldrei komið og litum því inn.
Við hjónakornin erum svolítið veik fyrir þessum gömlu hlutum og höfum gaman af að skoða.  Eftir að hafa stoppað og fengið okkur kaffi og spurt með var ferðinni haldið áfram.  Lítið myndað eftir þetta þar til við komum á Blönduós, en heimferðin var komin á fullt þegar hér var komið.


Jaki á Blönduósi 07. ágúst 2013


Félaginn Blönduósi


Jón Forseti á Blönduósi

Á Blönduósi ókum við niður að sjó og borðuðum smá nesti þá rak ég augun í báta sem ég vildli mynda og þarna voru þá Jaki, Félaginn og Jón Forseti.  

Í þessari ferð var því ýmislegt skoðað og ég náði nokkrum bátum til að mynda og leita að sögu þeirra og birta hér á síðunni.  

Þegar við lögðum svo af stað þá var ekið beint heim í Hafnarfjörð og komum við heim á skykkanlegum tíma. 

Þetta var góð ferð hjá okkur og munum við skoða myndir frá ferðinni vel og lengi og rifja upp.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 521
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 2750
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 344047
Samtals gestir: 31899
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 19:22:08