Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

26.04.2013 20:30

Stjórnmál

Ég hef ekki mikið verið að tjá mig um pólítík enda er það versta tík í heimi og ekki að mínu skapi.  Sá tími er samt kominn að maður verður að ganga til kjörklefa og nýta atkvæði sitt.  Maður getur samt setið heima og sleppt því að fara að kjósa.  Það er hins vegar ekki í boði í mínu tilfelli þar sem ég ætla að nota atkvæði mitt.  Ég á samt í talsverðum vanda, eins og margir um hvað ég eigi að kjósa.  Í gær, sumardaginn fyrsta......já meðan ég man, gleðilegt sumar......rakst ég á leiðarvísi sem spurning er hvort ekki lýsi vel þessu ástandi í pólítíkinni og er kanski ekki til að hjálpa manni að ákveða sig.  Allir flokkarnir benda hver í sína áttina þó eru nokkrir sem benda nokkuð svipað en þó ekki alveg.  Þessi vegvísir er þannig.  Ég er enn áttaviltur.  Ég bið samt ekki um hjálp því ég mun finna lausnina sjálfur.  


Þessi vegvísir lýsti pólítíkinni vel, finnst mér.  Hafnarfjörður 26. apríl 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 347510
Samtals gestir: 32103
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 08:49:41