Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.12.2012 21:31

Ellefu tindar

Nú er ég búinn að setja inn allt sem ég hef fundið um tindana, til þessa.  Á eftir að finna meira síðar en vildi koma þessu frá mér.
Við þessa vinnu þá hef ég hugsað, stundum fullmikið en kanski var ekki þörf á þegar á allt er litið.

Ég skrifaði um Fleyg ÞH 301 ex Svan GK.  Þar segi ég að Fleygur sé forveri DAS bátanna.  Þetta er ég farin að efast um.  Tindarnir eru smíðaðir frá 1954-1958.  Fyrsti bátur dregin út í janúar 1955.  Fleygur var smíðaður 1955, spurning hvenær árs hann fór á flot, smíðin gæti hafa fylgt DAS bátunum, en forveri veit ég ekki. 
Ég talaði við annan eiganda bátsins, sem þá hét Svanur GK, Þórodd Vilhjálmsson sem viðurkenndi að hafa sagt einhverjum að þetta væri DAS bátur.  Það sagðist hann hafa gert því honum þótti vænt um bátinn og vildi ekki að honum yrði fargað.


Fleygur ÞH 301, smíðaður 1955, 5,38 brl.  Mynd Hafþór Hreiðarsson

Þá hefur verið minnst á Guðmund Jón SI 22.  Talað hefur verið um að hann væri einn af DAS bátunum en svo er ekki.  Báturinn hefur alla tíð heitið Guðmundur Jón.  Hann var smíðaður í Hafnarfirði 1953 og hafi hann verið smíðaður í Bátasmiðju Breiðfirðinga þá er hann líklega forveri DAS bátanna, því gæti ég trúað.  Mér datt fyrst í hug hvort hann væri hinn glataði Kofratindur en sá var smíðaður 1958 svo það stenst ekki.  Og fyrst Guðmundur Jón var smíðaður 1953 þá var ekki byrjað að smíða Tindana, nema kanski þann fyrsta Heklutind.  Ef Guðmundur Jón er báturinn sem sagt er frá hér í greininni að neðan, að hann hafi verið settur upp við Hrafnistu í Reykjavík fékk ég þær fréttir frá stjórnarmönnum DAS að líklega hafi báturinn bara grotnað niður þar.  Þó virðist ekkert vera vitað af því hvort báturinn hafi verið settur upp við Hrafnistu.  Ég velti fyrir mér hvort sama væri upp á teningnum með Guðmund Jón og Fleyg.  Að það hafi verið sagt að þetta væri einn af DAS bátunum bara til að varðveita hann.  Alla vegna, Guðmundur Jón var smíðaður ári á undan DAS bátunum.




Guðmundur Jón SI 22.  Mynd af Siglfirska fréttavefnum,  http://157.157.96.74/gamli/2005-04-.htm 

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 3679
Gestir í gær: 1346
Samtals flettingar: 351105
Samtals gestir: 33457
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 01:32:53