Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

22.09.2011 17:51

Rikka tjörn

Nú þegar ákveðin áfangi er að nást í mínu lífi varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fá ákveðið landsvæði nefnt eftir mér.  Jú, alveg satt.  Sjáiði bara:


Skiltið afhjúpað, 22. september 2011


Ræðumaður dagsins, 22. september 2011

Þessu verður að fylgja smá skýring.  Þessi tjörn hefur ekki heitið neitt svo ég viti til.  Ég keyrði þarna framhjá á hverjum degi og tók eftir því að þarna fóru að koma fleiri og fleiri fuglar.  Ég var ákvðin í því að finna fyrsta flækingsfuglinn í þessari tjörn sem ég og gerði.  Sá gráhegra.  Vandamálið var að segja hvar ég hefði séð hann.  Ég fór því að kalla tjörnina Rikka tjörn og menn hafa nú aðeins gert þetta.  Nú hins vegar er þetta orðin staðreind, Rikkatjörn heitir hún.

Ég vil þakka öllum þeim sem gerðu þetta kleift.  JD, HR, SJ, AA og ÁÖG fá öll sérstakar þakkir.  Þá vil ég geta þess að ÁÖG sá um myndatökuna.  Enn og aftur, takk fyrir mig og ég er grátklökkur...............................sennilega..................:)

E.s. Ef einhver veit betur varðandi nafn á þessari tjörn er hann vinsamlega beðinn um að halda því út af fyrir sig.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 780
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 890
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 360059
Samtals gestir: 34647
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 23:30:50