Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.01.2011 19:55

Rjúpur

Þegar ég var á ferð um Stykkishólm sá ég hóp af rjúpum á flugi og settust þær á tjaldstæði bæjarins.  Um 1 1/2 klst. síðar þá tók ég eftir að þær voru enn á saman stað.  Ég ákvað því að athuga hve nálægt þeim ég kæmist til að mynda.  Þarna voru 13 rjúpur í hóp og ég lagði bifreiðinni um 6 metra frá þeim og tók myndirnar.  Eins og þið sjáið þá eru þær mjög rólegar þrátt fyrir nærveru mína.  Eftir smá tíma þá færði ég bílinn og þá töltu þær á brott en fóru ekki langt.  Gaman að sjá þær svona hvítar og flottar.  Ég er nokkuð sáttur við afraksturinn.  Það sem gerði myndatökuna sérstaka fyrir mér var pollurinn fyrir framan þær.


Rjúpur.  Stykkishólmur 23. janúar 2011


Það þarf nú líka að klóra sér smá.  Stykkishólmur 23. janúar 2011


Tvær...neee, ein rjúpa.  Stykkishólmur 23. janúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 3679
Gestir í gær: 1346
Samtals flettingar: 351146
Samtals gestir: 33489
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 01:53:57