Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

19.01.2011 23:09

Að laga myndir!

Ég er með talsvert safn af gömlum myndum sem tilheyra mér og systkynum mínum.  Ég hef sett nokkrar myndir af sjálfum mér hér inn annað slagið úr þessu safni en engum öðrum þar sem það er illa séð.  Ég ætla samt að leyfa mér að setja hér inn mynd af honum Páli afa mínum sem ég gerði við fyrir nokkrum árum síðan, en myndin var leiðinlega skemmd.  Ég held að þetta hafi tekist þokkalega hjá mér en mitt fólk verður að dæma það.  Fyrri myndin sýnir hvernig skemmdirnar eru, rifið stykki úr myndinni en það hafði verið límt á aftur, brot í myndinni í hægra horni uppi sem liggur á ská niður í miðja mynd, svo eitthvað sé nefnt.  Það er með ólíkindum hvað hægt er að gera í dag í tölvunum okkar!


Páll Jónsson afi minn.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 879
Gestir í dag: 301
Flettingar í gær: 3679
Gestir í gær: 1346
Samtals flettingar: 351947
Samtals gestir: 33740
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 12:09:25