Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

08.12.2010 21:36

Var að bæta við myndum

Var að bæta inn myndum í þrjú myndaalbúm, Kári og Flóabáturinn Konráð BA152.  Að endingu er það Sílið í Hafnarfirði.  

Af Sílinu er helst að frétta að hann er kominn hús og eitthvað verið að betrumbæta hann.  Björn smiður kvaðst hafa gert smá mistök í smíðinni, böndin í bátnum væru of veigalítil og ætlaði hann að skipta þeim út og þá ætlaði hann að hækka borðstokkinn.  Björn vildi meina að það yrði nokkur útlistbreyting á bátnum.  Ætla að fylgjast með þessu eftir bestu getu og svo þegar báturinn fer á sjóinn í vor/sumar þá festi ég hann á kubbinn aftur.  Fæ frásögn eiganda bátsins vonandi fljótlega, enda væri gaman að geta fylgst með bátnum næstu árin/áratugina og uppfæra alltaf söguna. 


Sílið í Hafnarfjarðarhöfn.


Það er helst að frétta af endusmíði Kára að Ólafur er kominn í áttundu umferð.  Á myndin hér að neðan er það sjöundu umferð sem er komin.  Þegar ég spurði Ólaf hvort hann þyrfti að skipta um öll borðin kvaðst hann ekki viss.  Það eru 11 umferðir, þið fyrirgefið en ég þekki kanski ekki réttu orðin í þessu.  Ég sá að talsvert er skemmt í þeirri 10 og gæti verið að það slippi að skipta um hluta en þar sem ég er ekki kunnáttumaður í viðgerðum á bátum þá verður þetta að koma í ljós síðar.  Ef vel er skoðað má sjá að nákvæmnin er í fyrirrúmi, ekki að sjá að skekkja sé í bátnum.


Stefnið á Kára, 20. nóvember 2010

Nýjar, gamlar myndir komnar af Konráð BA 152 sem ég fékk sendar frá Torfa Haraldssyni sem hann tók sjálfur.  Aðra myndina var ég búinn að fá en þar hafði verið klippt af henni svo Konráð sást ekki allur.  Hin myndin sem hér má sjá er tekin á sama tíma nema það er fjara.  Á myndinni sést Konráð inni í Grýluvogi þar sem hann var rifinn niður.  Ekki mikið eftir af síðunum á honum þarna en stýrishúsið enn á sínum stað.


Konráð BA 152.  Ljósmynd: Torfi Haraldsson

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 866
Gestir í dag: 298
Flettingar í gær: 3679
Gestir í gær: 1346
Samtals flettingar: 351934
Samtals gestir: 33737
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 11:16:35