Og ekki má gleyma bátunum. Ég kíkti í Hafnarfjarðarhöfnina og tók nokkrar myndir. Nokkrar skútur voru á ferðinni og greinilega um kennslu að ræða.
Það er ekki meiningin að móðga neinn en þetta "vaskafat" (mín hugsun) með mótor var á ferðinni í höfninni. Ekki fannst mér hann traustvekjandi en hann komst áfram, mjög sprækur.
Þá er það Ásdís GK 218 og að síðustu skútan Dís sem er þarna á leið inn í Hafnarfjarðarhöfn.
Lítill en sprækur. Hafnarfjarðarhöfn 03. júlí 2009
2395. Ásdís GK218. 03. júlí 2009
2698. Dís. 03. júlí 2009