Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2016 Október

20.10.2016 19:19

Seaflower VE 8

1430 Seaflower VE 008 ex Birta VE

Smíðaður  hjá Vör hf, Akureyri 1975.  Eik.  Stokkbyrðingur.  28.8 brl. Vél 295 ha. Volvo Penta 1989.

Smíðatími var 14.585 klst. en þar af fóru 6.722 klst. í járnsmíði, frágangs vélbúnaðar og siglingatækja eða 46% heildartímans.

Báturinn var smíðaður fyrir Ægi hf. Grenivík en að útgerðarfélaginu stóðu Guðjón Jóhannsson, Jóhann Ingólfsson, Sævar Sigurðsson, Pétur Eyfjörð og Gísli Árnason. 
Báturinn var í eigu þessara aðila í tæp átta ár, eða til ársins 1983, er hann var seldur til Húsavíkur þar sem hann hélt nafni sínu og einkennisstöfum. 
Frá Húsavík fór báturinn til Sandgerðis árið 1993 og fékk þar nafnið Erlingur GK-212 en árið 1996 er einkennisstöfum breitt í GK-214. 
Árið 1996 fékk báturinn nafnið Dagný GK-91 með heimahöfn í Vogum en tveimur árum seinna, eða 1998, var hann kominn til Vestmannaeyja og hét þar María Pétursdóttir VE-14.
 
Árið 2001 fékk báturinn nafnið Birta VE-8, Vestmannaeyjum og er eigandi hans skráður TT Luna ehf., Vestmannaeyjum. 
Skemmdir urðu á bátnum í Keflavíkurhöfn í mars 2010 en 10. nóvember 2010 fékk báturinn nafnið Víðir EA-212, Grenivík. 
Þrátt fyrir nafnbreytingu var eigandi áfram skráður TT Luna ehf. 
Í upphafi árs 2011 lá báturinn í Reykjavíkurhöfn og beið þar viðgerðar en 8. febrúar 2011 er nafnið Birta VE-8, Vestmannaeyjum komið á hann aftur og eigandi enn þá skráður TT Luna ehf. 
Ekki er betur vitað seinni hluta árs 2011 en að búið sé að gera við skemmdir á bátnum og hann sé því góðu lagi. 
Skráður eigandi frá því í febrúar 2012 er Svörfull ehf. Vestmannaeyjum og nafnið Birta VE-8 ber hann enn árið 2015. 
Eftir því sem best er vitað liggur báturinn í Hafnafjarðarhöfn á haustdögum árið 2015.

Í apríl 2016 er báturinn enn í Hafnarfjarðarhöfn og verið að vinna við hann.  Eigandi er Þorvaldur Jón Ottósson, báturinn heitir Seaflower VE-008.  Þorvaldur vinnur við að gera bátinn upp í dag og fljótlega mun hann fara með bátinn upp á Akranes í slipp, í skverun.  Þorvaldur er búinn að koma vélinni í lag og gengur hún fínt að hans sögn.  Þorvaldur kvaðst hugsa sér að nota bátinn í hvalaskoðun og sjóstöng þegar hann hafi gert hann sjófæran.

Upplýsingar:

Aba.is http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=68

Sax.is http://www.sax.is/?gluggi=skip&id=1430

Viðtal við eiganda bátsins, Þorvald Jón Ottósson.


1430 Seaflower VE 8, í Hafnarfjarðarhöfn 21.06.2016

20.10.2016 19:00

5501 Stefán EA 114

5501 Stefán EA 114

Smíðaður í Hrísey 1959.  Eik og fura.  2.39 brl. 16 ha. SABB vél.

Eigandi Þorsteinn Júlíusson og Axel Júlíusson, Hrísey, frá 12. Maí 1959.  Seldur 19. Júní 1965 Haraldi Jóhannssyni, Borgum Grímsey, sama nafn og númer.  Seldur í september 1970 Árna Sigurðssyni Húsavík, hét Stefán ÞH 151.  Seldur 10. September 1977 Tryggva Ingimarssyni, Hrísey, hét Stefán EA 57.  Seldur 1982 til Ólafsfjarðar og fékk einkennisstafina ÓF 57 en hélt enn Stefáns nafninu.   Seldur 1988 Helga Haraldsslyni, Grímsey.  Helgi endurgerði bátinn og gerði frambyggðan.  Báturinn heitir Elín Þóra EA 54 og er skráður í Grímsey 1997.  Árið 1998 keypti Stefán Björnsson, Hrísey bátinn og fékk hann þá aftur nafnið Stefán EA.  Frá árinu 1999 er báturinn skráður í Kópavogi undir nafninu Stefán KÓ en frá árinu 2003 heitir hann Stefán HU og með heimahöfn á Blönduósi 2013.

Árið 2003 var vélin endurnýjuð og í bátinn sett 42 ha. Status Marine.

Þann 09. Desember 2015 tók ég myndir af bátnum þar sem hann stóð innan girðingar úti á Granda.  Ef þið hafið meiri upplýsingar um þennan endilega sendið mér línu.

 

Heimildir:

Íslensk skip, bátar, bók 1, bls. 162, Stefán EA 114 5501.

Aba.is


5501 Stefán EA 114 innan girðingar úti á Granda, Reykjavík, 09.12.2015.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24