6677 Ingeborg EA 24 ex SI 60
Smíðaður
á Siglufirði 1985. Eik og fura. 4.66 brl. ( á öðrum stað er hann sagður vera
5,6 brl.) 52 ha. Mitsubishi vél. Frambyggður opinn súðbyrðingur.
Bátinn smíðuðu þeir feðgar Jóni G. Björnssyni og Birni Jónssyni
til eigin nota í svonefndum Ísfirðingabrakka á Siglufirði og áttu bátinn til
ársins 2005, en þá er hann skráður á félagið Björn Jónsson ehf.
Eigandi
Jón G. Björnsson og Björn Jónsson Siglufirði frá 27. ágúst 1985. Báturinn er skráður á Siglufirði 1997.
Frá 2008 er báturinn skráður á Björn Má Björnsson og
Lárus Hinriksson og var heimahöfnin Sandgerðisbót á Akureyri.
Frá árinu 2009 er Mummi ehf. Dalvík skráður eigandi bátsins sem hélt nafni
sínu og einkennisstöfum allt fram á árið 2012 en þá fékk hann einkennisstafina
EA-24 og eru þetta sömu einkennisstafir og aflaskipið Loftur Baldvinsson
bar á sínum tíma.
Árið 2013 hét báturinn Ingeborg EA-24 með heimahöfn á Dalvík.
Árið 2014 keypti Gunnar Anton Jóhannsson bátinn ásamt sonum sínum hvers nöfn
eru Gunnar Anton Njáll og Guðni Már.
Hjá þeim feðgum fékk báturinn nafnið Petrea EA-24 og á hann sína heimahöfn á
Hauganesi.
Heimild. Björn Jónsson, Siglufirði. Siglingastofnun. Gunnar Anton Jóhannsson,
Hauganesi.
Önnur nöfn: Ingeborg SI 60, Ingeborg Ea 24, Petrea EA 24.
Upplýsingar: Íslensk skip, bátar. Bók 3, bls. 196, Ingeborg SI 60.
Skipamyndir.
http://skipamyndir.123.is/blog/yearmonth/2015/07/2/
aba.is. http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=214
Petrea EA 24 í Dalvíkurhöfn 06. ágúst 2013