Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2016 Febrúar

08.02.2016 11:37

1468 Sylvía ÞH

1468 Sylvía ÞH ex Hrímnir ÁR 51

Tvímastra vélbátur, kantsettur út eik.  Stokkbyrðingur.  Stærð 29 brl. Smíðaður í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri árið 1976.  Fyrst skráður 25. október 1976, eigandi Svæar hf. Grenivík og hét þá Sigrún ÞH 169 og var þá með 300 ha. Volvo Penta vél.

Frá 8. maí 1978 var hann skráður á Siglufirði og hét þá Rögnvaldur SI 77.

Seldur 16. september 1980, eigendur Haraldur Ágústsson, Júlíus Ágústsson og Reykjaborg hf. og hét þá Reykjaborg RE 25.

Seldur 1. janúar 1983, nýr eigandi Haraldur Ágústsson Reykjavík.  Árið 1983 var sett í bátin 365 ha. Volvo Penta vél.

Seldur á Patreksfjörð 1998, hét Von BA 33.

Keyptur til Eyrarbakka árið 2000 af Skin hf, þ.e. Helga Ingvarssyni skipstjóra og Ragnari Emilssyni.  Hér Hrímnir ÁR 51.

Seldur í Garðinn, hét Harpa GK 40.

Árið 2005 fór báturinn á Þingeyri, hét Björgvin ÍS 460 og ÍS 468.

Til Húsavíkur kom báturinn árið 2007, heitir Sylvía ÞH og hefur það hlutverk að sigla með ferðafólk á hvalaslóðir.

Heimildir:

Saga báta.  Vélbátar smíðaðir eða gerðir út frá Eyrarbakka. Bls. 78, Hrímnir ÁR 70.  Frumdrög: Vigfús Jónsson.  Viðbætur: Vigfús Markússon.

Íslensk skip eftir Jón Björnsson, bók 4, bls. 177, Sigrún ÞH 169.

Aba.is



Sylvía siglir út úr Húsavíkurhöfn með ferðamenn í hvalaskoðun, 07. ágúst 2010

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24