1263 Atlavík RE 159
Smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1972.
Eik og fura. 20 brl. 230 ha.
Scania díesel vél.
Eigandi Valdimar Kjartansson, Sigfús Árnason og Magnús Jóhannsson,
Hauganesi, frá 24. Október 1972. 20. janúar 1974 eru skráður eigendur, Valdimar og Sigfús, sömu og áður. Seldur 12. september 1977 Stefáni
Stefánssyni, Dalvík, bátuirnn hét Búi EA 100.
Seldur 6. september 1978 Óskari Axelsslyni og Gesti Halldórssyni,
Húsavík, báturinn hét Árný ÞH 228. Seld
16. desember 1982 Einari Inga Jóhannssyni og Þórólfi Jóhannssyni, Hornafirði,
bátuirnn heitir Árný SF 6 og er skráður á Hornafirði 1988.
Báturinn er seldur 19. ágúst 1991 Sæbjörgu hf., Grímsey. Hann heitir Sæbjörg EA 184 og er skráður í
Grimsey 1997.
Nöfn: Sæfari EA 333, Búi EA 100,
Árný ÞH 228, Árný SF 6, Sæbjörg EA 184, Örlygur KE 111, Atlavík BA 108 og
Atlavík RE 159
Heimildir:
Íslensk skip, bók 1, bls. 142, Sæfari EA 333.
Íslensk skip, bók 5, bls. 39, Sæfari EA 333.
Skipamyndir og skipafróðleikur Emils Páls.
Þann 13. mars 2012 stóð Atlavík uppi á bryggju úti á
Granda í skverun. Hvað svo hefur orðið
um bátinn?
Atlavík RE 159, Grandagarður 13. mars 2012
Atlavík RE 159, Grandagarður 19. apríl 2012