Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2015 Mars

22.03.2015 17:31

Tveir úr Hafnarfirði

Kíkti niður að Hafnarfjarðarhöfn og sá þá þessa tvo koma inn.  Mér fannst ég þurfa að smella myndum af þeim.  Þetta eru þær stölluð Dadda og Maja, hvort þær þekkist eitthvað veit ég ekki en þær komu vel út í dag.


Dadda HF 43 á innleið í Hafnarfirði, 22. mars 2015


Maja á innleið í Hafnarfirði, 22. mars 2015

09.03.2015 11:50

Við Lækinn í Hafnarfirði

Kíktum á Lækinn í Hafnarfirði til að gefa öndunum.  Vorum með eina litla með okkur, Andreu Oddu, sem við vorum að passa.  Henni var nú ekki alveg sama um fuglana, fannst þeir koma full nálægt og þurfti ég að reka fuglana í burtu.  Þarna var einn mjög svo skemtilegur aðili sem fylgdist með öllu.


Kisi fylgist með við Lækinn í Hafnarfirði, 28.02.2015

09.03.2015 11:36

JUNI og Ragnar M

Þið fyrirgefið hvað ég hef verið slakur að setja eitthvað inn hér en það fer að breytast núna.  Nú er pásan mín búinn og þetta fer af stað aftur.

Hér er mynd tekin í Reykjavíkurhöfn af JUNI frá Maniitsoq.  Sýnist þetta vera einn af þeim sem hefur verið teygður talsvert frá því sem var í upphafi.
Þar fyrir neðan er svo Ragnar M, nýsmíði sem fór til Noregs eftir því sem ég best veit.


JUNI, MANIITSOQ, Reykjavíkurhöfn 18. janúar 2015


Ragnar M.  Hafnarfjarðarhöfn 18. janúar 2015

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24