Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2014 Febrúar

27.02.2014 12:56

Hvernig hlið?

Þessa mynd tók ég 10. september 2011.  Í dag velti ég því fyrir mér hvernig hlið þetta sé?  Hlið fortíðar, hlið að nútíðinni eða hlið að framtíðinni?  Þetta hlið hefur staðið lengi, lengi og því ekkert óeðlilegt að velta þessu fyrir sér.  Mín niðurstað...............er ekki gefin upp.  Myndiefnið er að mínu skapi.  Man ekkert hvort ég hef sett þessa mynd hér inn áður en það skiptir ekki máli.


Hlið.  Myndin tekin 21. september 2011

27.02.2014 12:32

Gluggi fortíðar........

Þessi gluggi varð á vegi mínum 21. september 2013.  Þessa mynd mætti kalla Gluggi fortíðar.  Eina sem skemmir myndina er plastið í glugganum og Securitasmerkið.  Ætla ekki að fjarlægja þetta en sjónmengun er þetta engu að síður.


Gluggi fortíðar........... 21. september 2013, Hlið Álftanesi.

15.02.2014 13:01

Skúta

Þessi skúta var að sigla inn í Snarfarahöfnina þann 18. janúar 2014 í fallegu vetrarveðri.  

Skúta í fallegu vetrarveðri, 18. janúar 2014

15.02.2014 12:54

Lukkigefinn við Fuglavík

Tók myndir af þessum bát þann 13.04.2013 rétt hjá Sandgerði, við hús sem heitir Fjöruvík.  Þarna er nokkurskonar safn og ýmsir mundir þarna í kring.  Ég hef engar upplýsingar um þennan bát og þætti vænt um að ef einhver þarna úti veit eitthvað um bátinn að koma þeim upplýsingum á framfæri.

04. janúar 2015 bárust mér þær upplýsingar að báturinn heitir Lukkugefinn. Við nánari skoðun fann ég grein á netinu þar sem segir m.a. að Guðmundur Sigurbergsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir séu eigendur Fuglakots.  Þau hafi eignast það fyrir þremur árum, en greinin er síðan 2001 sem myndi líklega benda á árið 1998-1999 sem þau eignuðust Fjörukot.  Í greininni kemur jafnframt fram að þar standi nú sexæringurinn Lukkugefinn í nausti.  Hann sé yfir 100 ára og var gerður út frá söndunum við Sandgerði.  Segir að Guðmundur hafi í huga að taka bátinn inn á verkstæði og koma honum í upprunalega mynd.  Þá kemur frama ð Guðmundur hafi einnig fengið annan bát, Breiðfirðin að gerð sem sé inni í nausti ásamt spilbúnaði eins og þeim hafi verið komið þar fyrir eftir síðustu vertíð.

Meira síðar...................



Lukkigefinn við Fjöruvík, Sandgerði 13. apríl 2013

15.02.2014 11:31

Bátur við Byggðasafnið í Hafnarfirði

Smíðaður af Birni Þ. Björgvinssyni veturinn 2009 fyrir byggðasafnið í Hafnarfirði sem sýningar og leiktæki fyrir börn (safngesti).  Báturinn hefur aldrei á sjó farið og mun ekki gera.

Ég myndaði bátinn við Byggðasafnið í Hafnarfirði 25.04.2013.  


Bátur við Byggðasafnið í Hafnarfirði 25.04.2013

15.02.2014 11:09

Baldur Bjarna ex Siggi Bjarna

Sá þennan bát í höfninni á Siglufirði 06.08.2013.  Hitti á nýverandi eiganda, Hálfdán Sveinsson.  Hálfdán keypti bátinn af einhverjum flugmanni sem býr á Alftanesi.  Hálfdán vissi lítið um bátinn á þessum tíma.

Báturinn er smíðaður af Eyjólfi Einarssyni í Hafnarfirði.

Ef einhverjir hafa upplýsingar um bátinn endilega komið þeim á framfæri.

 
Baldur Bjarnar ex Siggi Bjarna, Siglufjörður 06.08.2013

15.02.2014 10:23

Auðunn ÁR 47 ex Helgi RE 220

5748 Auðunn ÁR 47 ex Helgi RE 220

Smíðaður í Hafnarfirði 1960.  Eik og fura.  2,98 brl. 18 ha. Guldner vél.
Eigandi Bergsveinn Guðmundsson, Reykjavík frá 8. desember 1960.  1968 var sett í bátinn 60 ha. Benz vél.  Seldur 25. mars 1980 Bjarna Guðbjartssyni, Reykjavík.  Seldur 11. maí 1981 Viðari Sigurðssyni, Reykjavík sama nafn og númer.  Seldur 6. mars 1985 Karli Ingimundi Aðalsteinssyni og Jónasi Karlssyni, Hveragerði, hét Auðunn ÁR 47.  Skráður í Þorlákshöfn.  Seldur 22. júní 1991 Hauki Jónssyni, Eyrarbakka.  Báturinn fór á sjóminjasafnið á Eyrarbakka og var tekinn af skrá 30. ágúst 1995.

Ég sá bátinn 08.02.2014 þar sem hann stóð við hliðina á beitningaskúr sem tilheyrir sjóminjasafninu.  Breytt er nót yfir bátinn.  Báturinn er illa farinn og spurning með framhald hans.  Húsið er ekki á honum lengur.  Myndirnar sýna ósköp lítið, en þessi bátur er til ennþá.

Heimild:
Íslensk skip, bátar 3, bls. 52, Helgi RE 220, eftir Jón Björnsson.


Auðunn ÁR 47, Eyrarbakki 08.02.2014.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24