Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
Færslur: 2013 Maí26.05.2013 21:35Kári, SkáleyjumKári frá Skáleyjum
23. október 2010
Hér á eftir fer svo viðgerðarsagan eins og hún kemur mér fyrir sjónir og nokkrar myndir sem fylgja sögunni. Allar myndir sem ég tek eru síðan í myndaalbúmi Kára.
14. nóvember 2010
20. nóvember 2010
04. desember 2010
10. desember 2010
04. janúar 2011
29. janúar 2011
07. febrúar 2011
23. febrúar 2011
21. mars 2011
11. apríl 2011
19. janúar 2012
Leit við og tók nokkrar myndir hjá Ólafi Gísla og Skáleyjar-Kára. Eins og Ólafur benti mér á þá sjást litlar breytingar hjá honum. Verkið sem hann er að vinna er seinunnið, festa bönd og tjarga undir öll böndin. Mörg handtök sem þarna eru unnin. En þó er alltaf eitthvað sem hefur verið gert frá því ég var síðast. Listi undir borðstokknum, veit ekki hvað hann er kallaður, er kominn á sinn stað en Ólafur var að vinna við þennan lista síðast þegar ég myndaði síðast. Þá var hann að smíða bönd líka og festa bönd. Búinn að tjarga og þá er að setja bandið á sinn stað Svo er að negla og hnoða Þessi bönd eru öll orðin klár, 10. mars 2012 24. október 2012 Þegar ég kíkti inn hjá Ólafi til að líta á framkvæmdirnar á Kára sá ég að borstokkarnir voru að verða klárir. Böndin virðast öll kominn á sinn stað. Vélin ekki komin niður né vélarhúsið. Ólafur segir tréverkið nánast búið þ.e.a.s. skrokkurinn. Það er þó talsvert eftir t.d. málun, setja vélina niður og smíða vélarhúsið. Ólafur er að klára borðstokkana núna og fannst mér á honum að nú yrði stutt í að hann káraði Kára. Nú hefði hann góðan tíma. Tréverkið á Kára að klárast. Hafnarfjörður 24. október 2012 Tréverkinu fer að ljúka. Hafnarfjörður 24. október 2012 Ólafur veltir fyrir sér næstu handtökum. Hafnarfjörður 24. október 2012 12. janúar 2013 Kíkti við hjá Ólafi. Tréverkinu á skrokknum lokið sýndist mér og vélin var komin á sinn stað. Vélin skveruð og flott. Búið að setja í gang og allt virðist vera í lagi. Þá er búið að grunna allt tréverkið. Ólafur sagði að það hafi nú lítið verið unnið frá því ég hafi komið síðast. Ekki gat ég séð það því vélin var komin í Kára. Síðasta verk Ólafs var að setja öxulinn. Sá að þarna hafði Ólafur þurft að grafa og sníða til. Næstu verk er smá frágangur að smíða húsið utan um vélina. Ég held að það sé í raun ekki mikið eftir hjá Ólafi, snýst bara um hvaða tíma hann hefur. Það hljómar ekki mikið að segja að það eigi bara eftir að smíða húsið utan um vélina og svo smá frágangur, þó frágangurinn geti verið tímafrekur svo er auðvitað eftir að mála bátinn. Vélin kominn á sinn stað. 12. janúar 2013 Síðasta verk sem unnið var. 12. janúar 2013 Öxullinn kominn á sinn stað, þó ekki búið að festa. 12. janúar 2013 19. janúar 2013 Í dag sagði Ólafur að hann hafi lítið gert síðan síðast. Ég sá þó að hann hafði sett plittana í svona til að sjá hvernig þetta liti út. Ég hafði orð á að Kári væri að verða ballfær. Þá er Ólafur búinn að vinna betur í afturkilinum við skrúfuna, til að virki rétt á sjónum. Þá eru fleiri myndir af Lister vélinni sem er komin í bátinn, stýrinu og gamla afturkilinum. Dansgólfið í Kára tilbúið. 19. janúar 2013 Fínisering. 19. janúar 2013 Kælirörið fyrir öxulinn. 19. janúar 2013 Stýrið. 19. janúar 2013 28. janúar 2013 Ólafur og Kári frá Skáleyjum litu vel út í dag. Kári sat hinn spakasti og leyfði Ólafi að dúlla við sig. Ólafur er að smíða vélarhúsið og rétt að byrja á því. Upphafði á vélarhúsinu. 28. janúar 2013 Ólafur veltir fyrir sér hvernig þetta eigi að vera. 28. janúar 2013 Gamla stýrið. 28. janúar 2013 14. febrúar 2013 Nú er Ólafur byrjaður að móta vélarhúsið í Kára. Þá var stýrið sett á Kára en festingarnar voru komnar en festingarnar voru komnar á og þetta var svona rétt svo hægt væri að mynda það. Stýrið kemur nú vel út. Mótun vélarhússins hafið. 14. febrúar 2013 Vélarhúsið í mótun. 14. febrúar 2013 Stýrið kemur vel út aftan á Kára. 14. febrúar 2013 18. apríl 2013 Kíkti við hjá Ólafi og Kára eftir talsvert langan tíma. Nú er verið að setja vélina niður, olíutankur og pústkerfi komið, ný skrúfa komin svo eitthvað sé nefnt. Þá er vélarhlífin að mestu klár. Næstu verk eru að Ólafur taldi sig eiga eftir um þrjá daga í tréverki og þá færi Kári út á hlað og yrði málaður. Óhætt að segja að það styttist í þessu hjá Ólafi. Ætla að reyna að fylgjast með þegar báturinn verður málaður. Olíutankurinn. Hafnarfjörður 18. apríl 2013 Pústið á sínum stað. Hafnarfjörður 18. apríl 2013 Skrúfan komin á sinn stað. Hafnarfjörður 18. apríl 2013 25. maí 2013 Nú er Kári frá Skáleyjum að verða klár. Málningarvinnan nánast búin og þá er tréverkið einnig að klárast. Eitthvað eftir að vinna við vélarhúsið. Kári verður settur á flot á morgun. "Málarameistararnir" Egill Teitur og Andrés Eysteinssynir og Hilmar Jónsson sáu um að mála bátinn og mér sýnist þeim hafi tekist mjög vel að höndla verkið líkt og Ólafur með tréverkið allt saman. Kári er að verða glæsilegur á að líta og ætla ég að fylgjast með því þegar hann verður settur á flot á morgun og mynda það. Nokkrar myndir hér og svo eru fleiri í albúmi, smellið á myndina hér að neðan. Kári glæsilegur, Hafnarfjörður 25. maí 2013 "Góður að aftan", Hafnarfjörður 25. maí 2013 Kári glæsilegur, Hafnarfjörður 25. maí 2013 Gamla handdælan komin á sinn stað, Hafnarfjörður 25. maí 2013 26. maí 2013 Kári fór á flot í dag og voru teknar nokkrar myndir við það tækifæri. Set slatta af þeim inn í albúm og ef þið smellið á myndina hér fyrir neðan þá opnast myndamappan. Kári er orðin mjög flottur og tekur sig mjög vel út á sjónum. Nú getiði farið yfir alla söguna frá því ég fór að fylgjast með þar til Kári var sjósettur í dag. Sjón er sögu ríkari. Kári á siglingu, skipstjóri Ólafur Gíslason, Hafnarfjörður 26. maí 2013 Skrifað af Rikki R. 26.05.2013 11:41FuglarÉg hef haft gaman af fuglum frá unga aldri. Hins vegar fór ég ekki að mynda fugla fyrr en eftir 1981 en þá tók ég mína fyrstu fuglamynd ef svo má segja. Síðan drógu vinir mínir mig með í fuglaskoðunarferðir til að mynda það sem fyrir augu bar og þá sérstaklega flækingsfugla. Þetta breyttist svo í að verað mikil árátta og á tímabili myndaði ég ekkert annað en fugla. Það hefur breyst hjá mér og nú mynda ég allt. Ég mynda þó alltaf fugla og finnst mér það skemmtilegast af öllu, að reyna að ná góðum myndum getur verið erfitt en um leið krefjandi. Svo er maður stundum heppinn og fuglarnir nánast stylla sér upp fyrir mann. Maríuerla baðar sig á Hlíðsnesvegi 24. maí 2013 Rauðhöfðaönd við Kasthúsatjörn 24. maí 2013 Skrifað af Rikki R. 24.05.2013 23:48Kasthúsatjörn ÁlftanesiÁlftaparið á Kasthúsatjörn á Álftanesi er komið með fjóra unga. Álftin með ungana sína fjóra. Álftanes 24. maí 2013 Skrifað af Rikki R. 19.05.2013 10:00Hafdís BAHafdís BA Smíðaður af Aðasteini Valdimarssyni á Reykhólum 1963. Eik og fura. 1,5 brl. 20. ha. W.M. vél (frá 1986). Opinn súðbyrðingur. Í bókinni Íslensk skip, bátar er mynd af Hafdísi BA, á siglingu. Eigandi Jón Atli Játvarðsson, Miðjanesi, Reykjólasvein, sem átti bátinn frá 1969. 1993 var sett í hann 50. ha. Peugeot vél. Báturinn er til 1996. Árið 2010 var ég staddur í Flatey þegar sigling gamalla báta, Bátadagar 2010, fór fram. Þarna komu nokkrir bátar og m.a. Hafdís. Þá var eigandi hennar Aðalsteinn Valdimarsson. Aðalsteinn mun hafa skipt um fimm neðstu umförin. Þá hefur Aðalsteinn líklega smíðað húsið á bátinn, hvenær veit ég ekki. 12. janúar 2013 sá ég bátinn inni á smíðaverkstæði hjá Birni Björgvinssyni smið. Björn kvaðst vera eigandi bátsins í dag hafi keypt hann af Aðalsteini. Búið var að fjarlægja húsið af bátnum og spurði ég Björn hvað væri. Björn kvaðst vilja stækka húsið, hækka bátinn um eitt umfar að framan. Skrokkurinn væri í góðu lagi og þyrfti ekkert að gera fyrir hann. Nú er spurning um að fylgjast með þessum breytingum á Hafdísi. Hafdís við Flatey á Breiðafirði 03. júlí 2010 02. febrúar 2013 Kíkti á Björn og Hafdísi. Björn er búinn að hækka um eitt umfar að fram og vinnur í lúkarnum. Þá var hann búinn að hækka framstefnið og mér skilst að hann eigi eftir að hækka afturstefnið aðeins líka. Endanleg útfærsla á nýtt stýrishús er ekki tilbúin. Gamla húsið var utan við verkstæðið og sagði Björn að ef einhver vantaði hús þá gæti sá hinn sami haft samband við hann og ræða málin. Fleiri myndir í albúmi. Búið að hækka stefnið og hækka um eitt umfar. 02. febrúar 2013 Unnið í lúkar og borðstokkum. 02. febrúar 2013 Húsið af Hafdísi. 02. febrúar 2013 18. maí 2013 Kíkti á Björn og Hafdísi. Nú er komin smá mynd á hvernig húsið á bátnum mun líta út. Húsið verður talsvert lengra en gamla húsið, það verðar þrír gluggar á hliðinni og þrír að framan. Þá eru komin tvö kíraugu til að hleypta birtu inn í lúkarinn. Þó mynd sé að koma á stýrishúsið er annað á teikniborðinu og í skoðun t.d. rekkverkið að aftan. Björn kvaðst ekki vita hvort hann smíðaði það sjálfur, en hann hefur slegið upp sýnishorni svona rétt til að sjá hvernig það komi til með að líta út, hæð og fleira. Rekkverkið er á teikniborðinu. Þá eru enn mörg kannski ennþá. Ég reyndi að fá Björn til að segja mér hvort báturinn myndi halda nafninu? Björn sagðist ekki búin að taka ákvörðun um það. Varðandi skráningu kvaðst hann líklega skrá bátinn en hann ætti eftir að taka endanlega ákvörðun um hvar hann myndi þá skrá bátinn, Stykkishólmur kæmi til greina en það væri ekki búið að ákveða það ennþá. Fleiri myndir í albúmi, smellið á myndina hér fyrir neðan. Það er að koma mynd á útlit bátsins. Hafnarfjörður 18. maí 2013 Hér má sjá hvernig línan framan á stýrishúsinu lítur út. Hafnarfjörður 18. maí 2013 Mahogny aftur við skut. Hafnarfjörður 18. maí 2013 21. janúar 2014 Eftir langan tíma þá leit ég inn hjá Birni til að sjá hvernig honum gengi með endurbætur á Hafdísinni. Talsvert hefur gerst í breytingum og endurbótum og ekki annað að sjá en að þetta sé allt á réttri leið. Mynd er að koma á útlit stýrishússins en látum myndirnar tala. Stýrishúsið að taka á sig mynd. 21. janúar 2014 Spurning hvort báturinn fær nafnið Krían eða eitthvað í þeim dúr. 21. janúar 2014 Stjórntækin í brúnni. 21. janúar 2014 Skrifað af Rikki R. 18.05.2013 22:34SúlukastNei, ekki eru það súlurnar hans Ingólfs sem er verið að kasta. Hann sá um það sjálfur á sínum tíma og segjum við bara sögur af því í dag. Ég hins vegar skrapp í Kolgrafarfjörðinn 09. maí s.l. og tók nokkrar myndir af súlunum þar. Greinilegt er að það er ennþá mikil síld í firðinum. Súla, Kolgrafarfjörður 09. maí 2013 Nokkrar súlur nýkomnar úr kafi og ein á leiðinni. Kolgrafarfjörður 09. maí 2013 Síldinni er rennt niður í flugtakinu. Kolgrafarfjörður 09. maí 2013 Það var mikið af súlu í firðinum, hér má sjá brot af þeim. Kolgrafarfjörður 09. maí 2013 Skrifað af Rikki R. 01.05.2013 10:38Hvaða bátar, einhver?Ég er með myndir af nokkrum bátum sem ég hef enga hugmynd um hverjir eru eða hverjir eiga. Ég er að hugsa um að setja eitthvað af þeim hér inn og vona að einhverjir geti hjálpað mér. Þessir fjórir eru í porti úti á Granda. Þessi skrokkur er af skútu að ég tel, mastrið er þarna um borð. Veit ekkert um þennan. Einhver? Þessi frambyggði bátur er á sama stað. Heyrði að þessi hafi verið gefinn á leikskóla fyrir nokkrum árum síðan en hefur aldrei farið þangað. Nú er spurning hvort einhver veit hvaða bátur þetta er? Að lokum er það þessi. Sagður vera róðrarbátur. Það var byrjað að gera þennan bát upp en sá maður lést frá hálfkláruðu verki og síðan þá hefur báturinn verið þarna í portinu. Einver? Hér sjáiði fjórar báta sem mér gengur afar illa að fá upplýsingar um og því leita ég til ykkar. Allar upplýsingar, hversu smáar sem þær eru geta komið sér vel því ég hef engar. Skrifað af Rikki R.
|
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is