Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
Færslur: 2012 Janúar26.01.2012 21:29Bátar á kafi.....Hafnarfjarðarhöfn að kvöldi 25. janúar 2012.
Skrifað af Rikki R. 25.01.2012 23:39Vetur í HafnarfirðiÉg flutti í Hafnarfjörðinn 1996 og verð að viðurkenna að núna er líklega sá mesti vetur sem ég hef fengið síðan ég kom. Það hefur komið snjór áður en hann stoppaði stutt við. Nú hins vegar er búinn að vera vetur nokkuð lengi. Það er líka talsverður snjór og er það bara gaman. Konan segir að ég verði ungur aftur þegar ég keyri í snjónum, ekki slæmt að það þurfi ekki meira en snjó til þess. Ég skrapp út með myndavélina í kvöld í logni. Tók nokkrar myndir og setti í albúm. Hér er smá sýnishorn.
Skrifað af Rikki R. 23.01.2012 21:47Frost á gluggaÉg tek oft myndir sem ég hugsa sem mynd sem ég get sett sem tölvuskjámynd. Hér er ein svoleiðis mynd. Setti hana upp hjá mér og fannst mér hún koma þokkalega út. Ég skipti nokkuð reglulega um skjámynd svona vegna tilbreytingarinnar.
Skrifað af Rikki R. 22.01.2012 23:42Straumur o.fl.Sunnudagur og sólin skein. Ég og Elín Hanna fórum í smá leiðangur með myndavélar á lofti og vorum í stuði til að finna myndefni. Ég ákvað að taka strauið að Hólmsá til að sjá hvort þar gæti verið fallegt í þessu flotta veðri. En þegar þangað kom var sólin farin á bak við ský og komin smá snjókoma. Við snérum við og stefndum í átt að Reykjanesinu. Þegar við komum að álverinu sáum við að birtan var mjög flott við straum og fórum við þangað. Tókum myndir við Straum og á því svæði. Eins og ég sagði þá skein sólin en um einni klst. eftir að við komum þarna þá hvarf sólin og snjókorn féllu. Birtan var farin og það vorum við líka. Hér má sjá smá sýnishorn af þeim myndum sem ég tók á svæðinu. Fleiri myndir í albúmi. Smellið á mynd ef þið hafið áhuga að skoða meira.
Skrifað af Rikki R. 21.01.2012 22:58Beðið eftir vorinuNú hef ég sett inn albúm fyrir bátamyndir fyrir 2012. Nokkrar myndir þar inni sem ég tók í Stykkishólmi 01. janúar 2012. Á myndinni hér að neðan datt mér í hug að þessir bátar horfi til hafs með hrím í augum og geta varla beðið til vors til að komast aftur á sjóinn þar sem þeim líður best.
Skrifað af Rikki R. 19.01.2012 20:49Úndína HF 555943 Úndína HF 55 Smíðaður í Hafnarfirði 1978 af Guðna Björnssyni. Eik og fura. 2,19 brl. 23 ha. Volvo Penta 17 KW vél. Báturinn var smíðaður fyrir bræðurna frá Lambavatni á Rauðasandi, þá Valtý og Gunnar Eyjólfssyni, en þeir áttu bátinn frá 02. október 1978. (Þriðji bróðirinn, Tryggvi býr enn á Lambavatni ásamt konu og syni.) Valtýr og Gunnar gerðu bátinn út á grásleppu frá Hafnarfirði árum saman og áttu m.a. aðstöðu í verbúðinni Fornubúðum. Þegar bræðurnir hættu útgerð fór Úndína upp á Akranes. Þráinn Þórarinsson...................?? Þaðan kom hún til Reykjavíkur fyrir um tveimur árum síðan................?? Núverandi eigandi er Þorsteinn Stefánsson. Meira síðar.................................... Heimildir: Íslensk skip-bátar 2bnd. bls. 60. Gunnar Th. skrifle Skrifað af Rikki R. 13.01.2012 22:23StykkishólmskirkjaHér gefur að líta Stykkishólmskirkju. Margir segja þetta eina af fegurstu kirkjum landsin. Tók eina mynd af kirkjunni á nýársdag 2012 og set svo eina eldri til að sjá kirkjuna á hlið líka.
Skrifað af Rikki R. 11.01.2012 20:38Bátar Eyjólfs EinarssonarÉg nefndi í síðustu færslu að Eyjólfur Einarsson skipasmiður hafi smíðað átta báta sem ég hef sett hér á síðuna mína. Ég ætla að setja hér inn myndir af þeim öllum, en að mínu mati eru þetta afar fallegir bátar.
Skrifað af Rikki R. 04.01.2012 20:31Gleðilegt nýtt ljósmyndaárGleðilegt nýtt ár ættingjar, vinir og velunnarar síðunnar.
Skrifað af Rikki R.
|
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is