Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
Færslur: 2011 Nóvember21.11.2011 21:00ArkitektúrTók þessa mynd í mars 2011 og þóttist sjá eitthvað flott út úr þessu. Arkitektúr hefur verið til umræðu varðandi byggingar við Skálholt. Þegar ég skoðaði myndirnar mínar rak ég augun í þessa og fékk hugmynd varðandi Skálholt. Datt í hug hvort ekki væri nú bara hægt að byggja eitt stykki svona blokk í Skálholti og nota sem hótel, fá ferðamanninn á staðinn. Hvað þarf til að fá ferðamanninn í Skálholt. Sumir segja að sagan ein og sér dragi ferðamanninn í Skálholt, aðrir vilja byggja upp gömlu húsin. Ég hins vegar fer ekki í Skálholt nema við sérstök tækifæri og þau koma mjög sjaldan, þá er ég ekki að skoða arkitektúr né nokkuð annað, þá er ég að fara í kirkju. Þegar því líkur þá fer ég heim aftur og kíki frekar eftir fuglum á leiðinni.
Skrifað af Rikki R. 21.11.2011 20:32Á slóðum kerlingar!Á slóðum kerlingar. Já, kerlingin í Kerlingarskarði er ekki langt þarna frá og sagan segir að hún hafi verið á leið til sínst heittelskaða út á Snæfellsnes. Fyrstu sólargeislarnir náðu til hennar svo hún varð að steini, grei kerlingin. Þegar ég tók þessa mynd voru síðustu sólargeislarnir á ferðinni og ætli mætti ekki segja að rétt eftir þennan tíma hefði kerlingin hlaupið af stað til að hitta karlinn. Því miður þá kemst hún ekkert blessunin en það hefði verið gaman að sjá hana stökkva þarna milli fjallanna. Ég er nokkuð sáttur við hvernig þessi mynd tókst til. Birtan var sérstök, mistrið/þokuloftið setti smá dulúð í þetta. Mér sýnist hafa tekist nokkuð vel til.
Skrifað af Rikki R. 14.11.2011 22:01Brúðkaup í StykkishólmiMá til með að setja inn eina mynd, eða þrjár, af nýbökuðum brúðhjónum sem giftu sig laugardaginn 12. nóvember 2011. Ég var sérlegur hirðljósmyndari og get því misnotað aðstöðu mína eins og mig langar til. Selma Rut og Gunnar, til hamingju enn og aftur.
Skrifað af Rikki R. 14.11.2011 09:04Síldveiðar í BreiðafirðiÞó ég hafi skroppið í Stykkishólm nokkrum sinnum á undanförnum árum þá hafði ég aldrei orðið svo heppinn að verða vitni af því þegar síldveiðiskipin, loðnuskipin o.fl. eru að veiða uppi í landsteinunum. Þetta breyttist í gær, 13.11.2011. Ég kíkti á þau skip sem voru við síldveiðar. Ég keyrði út í Ögur. Þar inni í "stofu" var Júpíter að dæla út nótinni. Ég segi svona, því rennan milli Kiðeyjar og Ögurs er ekki mjög breið. Þá voru fleiri bátar þarna, sá þrjá aðra en myndaði þá ekki. Smellti þó tveimur fjarskafríðum myndum af tveimur saman á heimleiðinni. Tel mig þekkja þá en þið leiðréttið ef rangt er.
Skrifað af Rikki R. 09.11.2011 20:06Svanur, ReykjavíkSvanur var í Snarfarahöfninni í sumar og nú er búið að taka hann á land. Engar upplýsingar hafði ég í upphafi þar til Teddi benti mér á réttu leiðina. Takk fyrir það Teddi. Eina sem ég vissi var að báturinn hafi alltaf heitið Svanur. Skrifað af Rikki R. 09.11.2011 19:59Hrólfur x ÖtullMyndaði þennan við höfnina í Kópavogi 5. nóvember 2011. Núverandi eigandi heitir Þorvaldur Hermannsson, ég gef honum orðið.
Ég og faðir minn Hermann smíðuðum hvalbak á bátinn, við bjuggum til nýja plitti (gömlu voru alveg ónýtir), skröpuðum alla gamla málningu af, kíttuðum mikið og máluðum allan bátinn frá a-ö. Einnig styrktum við bátinn aðeins. Öll járnvinna var gerð af pabba mínum (er járnsmiður), statíf undir handfærarúllu (gömul Hellurúlla), keifar o.fl.. Við erum síðan með gamlan Johnson mótor, sea horse 20 hö árgerð ´73, sem gengur eins og klukka. Einnig var smíðuð kerra undir hann. Við höfum verið með bátinn í Kópavogshöfn undanfarin tvö sumur en stefnum á að fara með hann aftur á æskustöðvarnar og róa á honum frá Hólmavík. Hann nýtur sín best á Steingrímsfirði. Áður en það gerist þarf að skipta um fjögur borð í skrokknum, laga flest böndin, kítta , mála og betrum bæta plittina.
Skrifað af Rikki R. 06.11.2011 22:17MyndlistasýningKíkti á myndlistasýningu í dag sem opnuð var í Kaffihúsinu á Álfossi, Álafosskvosinni. Þarna voru þær Ásdís Gígja og Fanný Jónmundsdóttir að sýna verk sín. Ásdís sýndi vatnslita- og olíumálverk en Fanný var með íkonamyndverk. Ég smellti mér með myndavélina á svæðið og tók myndir af verkunum. Sá reyndar að þegar ég var að setja myndirnar inn þá gleymdi ég að taka myndir af öllum íkonamyndverkunum hennar Fannýar. Ég hafði gaman af þessari sýningu og mæli með að menn líti á þessa sýningu og geti þá fengið sér kaffi í leiðinni.
Skrifað af Rikki R. 06.11.2011 00:48Drekinn hans HjartarÁ ferð minni í gær rak ég augun í Hjörtur og félaga þar sem þeir voru með drekana sína við Hlíðsnesið. Ég smellti nokkrum myndum af Hirti þar sem hann var á fullri ferð. Hér má sjá tvær þeirra. Hjörtur á fullri ferð, 05. nóvember 2011 Hjörtur á fullri ferð, 05. nóvember 2011 Skrifað af Rikki R. 05.11.2011 21:32VífilsstaðirOft þegar ég keyri framhjá Heiðmörkinni og stefni í átt að Vífilsstöðum þá er alltaf eitthvað sem nær athygli minni varðandi þetta hús, Vífilsstaði. Þegar sólin skín á húsið er það eitthvað svo tignalegt. Rétt eftir að ég smellti af þessari fyrri mynd þá dró fyrir sólu. Seinni myndin sýnir þetta greinilega, skuggi er að dragast yfir vesturenda hússins (frá vinstri).
Skrifað af Rikki R. 05.11.2011 21:20Fólk í StykkishólmiNokkrar myndir úr Stykkishólmi á árinu 2011, af fólki við leik og störf. Er að fjölga myndum í albúmi: Fólk í Stykkishólmi.
Skrifað af Rikki R. 05.11.2011 21:11Snarfarahöfn23. október 2011 var mjög fallegt veður eins og sést vel á myndunum hér að neðan. Ég tók nokkra ramma við Snarfarahöfnina en þar var sjórinn spegilsléttur. Ég vona að ykkur líki þessar myndir svona til að létta ykkur þessa úrkomudaga sem eru núna. Við eigum eftir að fá svona verður aftur.
Skrifað af Rikki R.
|
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is