Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2011 Ágúst

04.08.2011 09:50

Fleiri af minni gerðinni

Fleiri bátar af minni gerðinni voru á Sail Húsavík.  Hér má sjá þrjá Íslendinga og einn Færeying.  Á eftir að finna einhverjar upplýsingar um sumar þessara báta en ef þið smellið á myndirnar af Ólafi og Svölunni þá fáiði allar upplýsingar um þá sem ég veit núna, hinir eiga eftir að koma síðar.  Magnus á Oyri kom með Kútter Johönnu frá Færeyjum á Sail Húsavík.


Veit lítið um þennan ennþá?


Magnus á Oyri TG 111, frá Færeyjum.


Ólafur frá Hvallátrum


Svalan

04.08.2011 09:33

MS Sjökurs

Eitt af stóru skipunum á Sail Húsavík var MS Sjökurs.  Stórt farþegaskip svipað og Gullfoss okkar Íslendinga var.  Varðandi helstu upplýsingar um skipið þá setti ég hér inn það sem stóð á vef Sail Húsavík http://www.sailhusavik.is/islenska-2/batar-sem-taka-thatt-i-sail-husavik/ms-sjokurs/

MS Sjökurs tilheyrir svokölluðum klassískum skipum í Noregi sem voru byggð um miðja 20. öldina, en þau eru tvö, Sjökurs og systurskipið MS Nordstjernen sem einnig er í notkun. Skipin voru smíðuð Í Hamborg 1956 fyrir Hurtigruta skipafélagið sem sér um samgöngur á sjó eftir endilangri strönd Noregs. MS Sjökurs hét þá öðru nafni, Ragnvald Jarl. Skipið er nú skólaskip gert út frá Kristiansand. Það sem er sérlega áhugavert fyrir Íslendinga er að þarna er skip sem líkist MS Gullfossi, sem var okkar eina farþegaskip um árabil þ.e. frá 1950 til 1972. Það var byggt árið 1950 í Kaupmannahöfn og var heldur stærra og var með bæði fram- og afturlest sem varð til þess að farþegarými var ekki samfellt. Káetur Gullfoss höfðu ekki sér snyrtingu nema ein.  Sjökurs og Nordstjernen eru hinsvegar aðeins með framlest þannig að farþegarými er samfellt frá brú og aftur í skut og flestar káetur eru með sér snyrtingu og sturtu. Segja má að þannig hefði Gullfoss átt að vera en öll skipin eru áþekk til að sjá. Systurskipið MS Nordstjernen er nú með vinsælustu skipum Hurtigruta fyrirtækisins og er mest notað í ferðir til Svalbarða og Grænlands.

Tæknilegar upplýsingar:
Skipasmíðastöð           Blom & Voss
Staður                         Hamborg, Þýskalandi
Byggingarár                 1956
Bruttó tonn                   2191
Lengd                          75.2 m
Breidd                         12.6 m
Dýpt                            7.1 m
Vél                              10-cyl Man diesel 2960 ha
Mesti hraði                   16.9 hnútar
Farþegafjöldi                 125
Fáni                             Noregur


Sjökurs á Húsavík 2011

03.08.2011 23:57

Fleiri myndir frá Sail Húsavík

Hér koma svona meira yfirlitsmyndir af bátum sem voru á Sail Húsavík og einnig smá öðruvísi myndir líka.  Svona var stemningin þriðjudaginn 19. júlí, sól og algert logn og ég reyndi að ná þessu á mynd.  Vona að þið hafið gaman af.  Fleiri myndir í myndaalbúmi Sail Húsavík.


Húsavíkurhöfn 19. júlí 2011


Eitt og eitt mastur, 19. júlí 2011


Activ í tvíriti, 19. júlí 2011


Activ, 19. júlí 2011


Trausti EA 98, 19. júlí 2011

03.08.2011 23:45

Fleiri bátar frá Sail Húsavík

Þá eru það hluti af minni bátunum sem voru á Sail Húsavík.  Setti inn slatta af myndum og svo mun ég reyna að gera hverjum og einum smá skil síðar.  Hér má sjá nokkra af minni bátunum, kem með fleiri síðar.


Oselver með þversegli frá Noregi. 18. júlí 2011


Oselver kappsiglingabátur með spritsegli. 18. júlí 2011


Víkingaskipið Vésteinn frá Þingeyri og Vinfastur.  22. júlí 2011


Trausti EA 98, 18. júlí 2011

03.08.2011 01:00

Ólafur frá Hvallátrum

Ólafur frá Hvallátrum var smíðaður 1948 af Aðalsteini Aðalsteinssyni í Hvallátrum fyrir Jón Daníelsson bónda í Hvallátrum á Breiðafirði.

Báturinn var notaður við selveiðar, æðardúntekju og önnur verkefni tilheyrandi eyjabúskap í 52 ár.

Ólafur var smíðaður upp af Aðalsteini og Hafliða Aðalsteinssyni veturinn 2001-2002.


Ólafur frá Hvallátrum, Hafliði við stjórn, 03. júlí 2010

03.08.2011 00:39

Húsvískar útgerðir undir norsku flaggi

Já, ekki ber á öðru en að nokkrar húsvískar útgerðir séu undir norsku flaggi.  Heya Norge!
Myndin er tekin á Sail Húsavík 2011.


Undir norskum fána, 19. júlí 2011

03.08.2011 00:10

Náttfari

Náttfari, mótorhjólaklúbbur á Húsavík og nokkrir vinir þeirra héldu sýningu á mótorfákum sínum á mærudögum eins og þeir hafa gert undanfarin ár.  Grillað er ofan í gesti og gangandi.  Ekki spillti veðrið fyrir þessari sýningu og krómið glampaði óspart í sólinni.  Sjón er sögu ríkari.


Elín Hanna við hjól formanns Náttfara, 23. júlí 2011


Mótorfákar og pylsuveisla, 23. júlí 2011

02.08.2011 21:23

Íslenskt mál

Hver man ekki eftir þætti á gömlu gufunni sem hét íslenskt mál.  "Þættinum hefur borist bréf, hver kannast við orðið "mæra" í merkingunni nammi, salgæti o.s.frv." 

Ég heyrði nokkur ný orð í dag sem mér fundust nokkuð sérkennileg og kannaðist ekki við að hafa heyrt áður.  Það er ekkert nýtt að mér berist ný orð til eyrna þegar verið er að gera upp báta.

Í dag voru þetta orð eins og; Kollharður, Hnýfilkrappi, Hnýfill, Umgjörð, Stafnlok og Klumpi eða Stuðlappi.  Já, þetta eru nokkur góð og gild orð sem eru á þessum bátum og fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég að hugsa um að setja hér inn myndir og sýna ykkur þetta.

Á þessari mynd má sjá hnýfil og hnýfilkrappa.  Hnýfillinn er efsti hluti stefnis að framan eða aftan sem stendur uppúr stefninu.  Framhnýfill og afturhnýfill.  Þríhyrningslaga stykkið sem er við stefnið heitir hnýfilkrappi

Hér sést kollharður og umgjörð.  Kollharður er stykkið sem er ofan á þóftunni og út í síðuna, vinkillinn með boganum eða hvernig ég skýri það út á þessari mynd.  Umgjörð er svo það sem í dag myndi kallast borðstokkurinn.  Þarna vildi Hafliði þó meina að gæti verið smá munur á því umgjörð er allt frá ystu spítu til þeirrar innstu.  Á myndinni sést þetta vel, nýji ysti listinn+gamla tréið+bilið á milli og endarnir á böndunum+nýji listinn að innan=umgjörð.

Hafliði sagði mér að kubburinn sem settur er á samskeiti innan í bátnum sé kallaður klampi.  Á myndinni sést einn fyrir miðri mynd.  Þá sagðist hann hafi heyrt að í Bátalóni hafi klampinn verið kallað stuðlappi en hvergi annarsstaðar hafi það verið gert, ekki svo hann vissi til alla vegna.

Stafnlok - Hafliði Aðalsteinsson sagði að hann og Ólafur Gíslason væru ekki sammála um hvað væri stafnlok.  Hafliði segir að staflok sé fremsta bandið sem liggur á ská miðað við hin.  Ólafur Gíslason segi (að sögn Hafliða) að stafnlok sé:  Fjöl sem sett er innan við þetta fremsta band og þá myndast gott hólf sem böndin eru oft geymd í, þessi fjöl sem myndar hólfið sé kallað stafnlok en ekki bandið sjálft.  Þarna er smá merkingarmundur á en er einhver þarna úti sem getur sagt hvort er rétt?  Vona að þið hafið haft einhverja ánægju af þessu.  Sendið mér línu ef þið kannist við þessi orð og þá í hvaða merkingu!

Ég sló þessu upp á netinu (Google) og þetta var niðurstaðan sem þar kom:
stafn·lok. HK. sjómennska. dálítið hallandi, þríhyrnd fjöl í stafni eða skuti báts. stafnlokseyra armur á stafnloki sem það er neglt á við skipshliðina. .
stafn·seta. KVK. sjómennska. stafnlok. .
skar·lot. -s, - HK. sjómennska, sjaldgæft. totulaga rúm undir stafnloki fremst og aftast í bát. .
hnýfil·krappi. KK. sjómennska. lítill þríhyrndur trékubbur fyrir ofan stafnlok á bát, aftan við hnýfilinn.

02.08.2011 14:44

Sólskríkja

Einn af þeim fuglum sem ég sá og myndaði í Flatey á Breiðafirði var snjótittlingur eða sólskríkja eins og hann kallast á sumrin.  Þessi karlfugl var gæfur og komst ég nokkuð nálægt honum.  Fuglinn söng hátt og mikið.  Hér eru myndir af honum.


Syngjandi sólskríkja í Flatey á Breiðafirði, 30. júní 2011


"Nú er sumar ............... 30. júní 2011

02.08.2011 14:03

Rax með sýningu

Eitt af atriðum á Sail Húsavík var myndlistarsýning Ragnars Axelssonar (Raxa).  Sýningin var utandyra í mjög svo sérstökum og sniðugum sýningarsal, ef svo má segja.  Salurinn er hringlaga og veggirnir plastkör sem staflað er upp.  Myndirnar hanga á þessum kössum og svo er sjónvarp og hljóðkerfi einnig á staðnum.  Sýningin bar heitið Last days of the Arctic.  Myndirnar eru allar af ferð Ragnars til Grænlands og hann er búin að gefa út bók með þessum myndum.  Í sjónvarpinu þá gengu myndir úr bókinni og í hlóðkerfinu var allskonar hjól sem líklega voru tekin upp á Grænlandi. 


"Sýningarsalurinn"


Last days of the arctic, heiti sýningarinnar


Inni í sýningarsalnum


Nýjasta pósan

01.08.2011 23:45

Halsnøybáturinn

Merkilegasti báturinn á Sail Húsavík, að mínu mati, er Halsnøybáturinn.  Á vef Sail Húsavík kemur þetta fram um bátinn:
Halsnøybáturinn er einn af elstu plankabyggðu bátum sem fundist hafa á Norðurlöndum, frá u.þ.b. 100 - 300 eftir Krist. Bátarnir voru saumaðir saman með tógi úr linditrjám og róið með árum. Fyrsta og eina eftirlíkingin var búin til í Suður-Hörðalandi árið 2008.


Halsnøybáturinn 18. júlí 2011


Halsnøybáturinn 18. júlí 2011

Eins og fram kemur þá er báturinn bundinn saman með linditré.  Hvernig?  Utan af linditrénu er tekinn börkurinn og meira til.  Þetta er sett í sjó í fjóra mánuði.  Þá losnar um líminguna sem heldur trénu saman (árhringina).  Þá er hægt að fletta linditrénu sundur.  Þegar svo fari er að búa til böndin þá eru ræmurnar settar í vatn, vafðar saman og búið til reipi.


Verið að búa til reipi úr linditré.  20. júlí 2011


Reipið búið til úr linditrésræmum.  21. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 6016
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 765001
Samtals gestir: 54765
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 19:36:14