Ljósmyndasíða Rikka Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana |
|
Færslur: 2010 Nóvember17.11.2010 21:54HafnarfjarðarkirkjugarðurKíkti í Hafnarfjarðarkirkjugarð. Smellti nokkrum myndum af því sem ég sá þar og setti inn í albúm. Enn hangir eitt og eitt laufblað. Talsvert er af reyniberjum ennþá en samt greinilegt að fuglarnir vilja ekki öll ber eða þá að þeir séu eins og mannfólkið að því leiti að þeir borða þau ber sem er auðveldast að taka, skilja hin eftir.
Skrifað af Rikki R. 14.11.2010 23:45FuglamyndirSkrapp og leit eftir fuglum í dag 14. nóvember 2010. Eins undarlegt og það hljómar þá kíkti ég í þrjá krikjugarða og það var mikið líf í þeim öllum. Já, ég stend við það. Í Garðakirkjugarði sá ég músarindil, nokkra skógarþrestir, þrjá svartþresti og fjóra hrafna. Í Hafnarfjarðarkirkjugarði var mikið af skógarþröstum, nokkrir auðnutittlingar og nokkrir svartþrestir (10). Í Fossvogskirkjugarði var allt iðandi af lífi, skógarþrestir í tugatali, svartþrestir (15+), auðnutittlingar og einn músarindill. Sem sagt mikið líf í kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu. Tók eitthvað af myndum sem sjá má í albúmum með nöfnum þessara þriggja hér fyrir neðan.
Skrifað af Rikki R. 14.11.2010 23:03Löndun í HafnarjarðarhöfnÞegar ég kíkti í Hafnarfjarðarhöfn seinnipartinn þá voru tveir bátar við löndunarkranann. Kristján ÍS 110 var að landa og Dúddi Gísla GK 48 var að koma inn til löndunar og þurfti að bíða aðeins. Aflinn hjá báðum bátum var aðallega ýsa, en þeir á Kristjáni vildu meina að þetta væru um 3,5 tonn hjá þeim en karlarnir á Dúdda Gísla vildu meina að þetta væri um 3 tonn gæti farið aðeins uppfyrir það. Smellið á myndirnar þá opnast myndaalbúmið með slatta af myndum frá löndununum.
Skrifað af Rikki R. 14.11.2010 22:53SíliðNýsmíðin sem ég sá í Hafnarfjarðarhöfn 14. nóvember 2010 s.l. ber nafnið Sílið. Sá sem smíðaði bátinn er Björn Björgvinsson. Björn fær orðið: Tilurð Sílisins er sú að ég tók þátt að hluta í Reykhólaverkefninu hér fyrir nokkrum árum en gat ekki sinnt því nógu vel . En það varð til þess að ég fór að hugsa um að það gæti verið gaman að klambra saman svona litlum bát við tækifæri. Með minkandi vinnu á þessu ári þá gafst þetta tækifæri núna í vor. Helstu mál Sílisins eru 5m. að lengd miðað við ytri brún á saumfari, breidd er 1,74m. miðað við ytri brún á byrðing og dýpt er 0,74m. frá efri brún á skjólborði og ofan á kjöl. Umför eru 8 og efni er fura nema í böndum en í þeim er eik. Það er vél í bátnum en það er utanborðsmótor sem er settur í stokk að færeyskri aðferð. Mótorinn er af HIDEA gerð 15Hp. fjórgengis. Kjölurinn var lagður í apríl og sjósetning núna í byrjun október. 08.12.2010 Ræddi við Björn bátasmið sem sagði Sílið komið í hús núna og hann kvaðst ætla að lagfæra hann aðeins. Í ljós hafi komið að böndin í bátnum væru of veigalítil og kvaðst Björn ætla að skipta þeim út. Þá kvaðst hann ætla að hækka borðstokkinn og við það myndi Sílið taka smáveigilegum breytingum. Aðspurður um söluna á bátnum kvaðst Björn eiginlega verið fallin frá því að selja bátinn. Fengi ekki það mikið fyrir hann núna á þessum tíma. Meðan ég skrifa þetta finnst mér það svolítið gaman að segja að saga þessa báts er farin af stað. Eftir að hafa verið settur á flot þá koma fram atriði sem smiðurinn vill laga. Fyrsta breytingin á bátnum er hafin. Varla hægt að tala um breytingu þar sem síðasti naglinn var nánast settur í gær. Auðvita þarf að prufa og sjá hvort eitthvað mætti betur fara og er þetta liður í því. Hins vegar þá er búið að festa bátinn á mynd og þegar næst verður tekin mynd af honum þá verður hann eitthvað öðruvísi útlits. Það verður gaman að fylgjast með þessum bát næstu árin/áratugina og uppfæra alltaf söguna.
Skrifað af Rikki R. 08.11.2010 21:11Konráð BA 152Vantar hjálp! Ég er að safna myndum af flóabátnum Konráð BA 152. Eina myndin sem ég á af Konráði er stýrishúsið af honum sem er í Flatey. Hugmyndin hjá mér núna er að setja eitthvað um bátinn hér inn á síðuna. Tengdapabbi var vélstjóri á Konráð. Mér væri mikil hjálp í því ef þið eigið myndir af Konráð eða vitið um einhverja sem eiga myndir af honum og ég ætti möguleika á að fá. Allar myndir vel þegnar, jafnvel myndir af fólki um borð í Konráð. Mikill vill meira, segir einhversstaðar. Efri myndina, hér að neðan, af Konráð með gamla stýrishúsinu, fann ég í safni tengdaforeldra minna. Neðri myndina fékk ég hjá Rafni Ólafssyni. Þakka ég þeim kærlega fyrir lánið á myndunum.
Skrifað af Rikki R. 06.11.2010 23:05Spekingar spjallaÉg held ég halli ekki á neinn með fyrirsögninni á þessari færslu, "Spekingar spjalla". Ég kíkti á endursmíði Kára í dag til að sjá hvernig gengi. Hitti á þrjá mjög fróða menn um báta. Þetta voru Ólafur A. Gíslason, Valdimar Jónsson og Hafliði Aðalsteinsson. Held ég hafi stoppað þarna í um 2 1/2 klst. og það "vall upp úr þeim fróðleikurinn". Ég hafði mjög gaman af því að ræða við þá og heyra hvað væri framundan í bátageiranum. Ég þakka þessum heiðursmönnum kærlega fyrir mig. Ólafur er nú ekki alveg laus við mig því ég mun halda áfram að fylgjast með þessari endursmíði. Fleiri myndir af stöðu mála í myndaalbúminu Kári.
Skrifað af Rikki R.
|
Málsháttur dagsins Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !clockhere Rikki R Nafn: Ríkarður RíkarðssonFarsími: 862 0591Tölvupóstfang: rikkirikka@gmail.comAfmælisdagur: 24. septemberHeimilisfang: Breiðvangi 3, 220 HafnarfjörðurStaðsetning: HafnarfjörðurHeimasími: 565 5191Um: Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is