Fjölskyldan skrapp í Sögusafnið í Perlunni á safnakvöldinu þann 12. febrúar 2010. Ég hafði aldrei farið á þessa sýningu áður. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé eitt það flottasta safn sem ég hef séð, ef ekki það flottasta. Fígúrurnar eru mjög raunverulegar. Þá voru inn á milli lifandi fólk í víkingabúningum og stóð það eins og styttur. Þegar fólk átti síst von á þá stukku þeir fram öskrandi og þvílík óp sem heyrðust.
Setti nokkrar myndir í albúm sem ég tók þarna svo þið getið séð. Fyrir ykkur sem ekki hafið farið mæli ég með þessu. Það tók tvö ár fyrir eigandann að koma þessu á legg og þeir voru 6 saman sem unnu að þessu. Það tók 3 vikur að setja hárið í hvern haus svo vinnan var mikil. Elín Hanna fékk að prófa ein herklæði og sagði hún þetta vera þungt. Hún stökk ekki hæð sína í loft upp í fullum herklæðum eins og sumir gerðu um árið.
Víkingar tóku á móti okkur utan við Perluna. Safnadagar 12. febrúar 2010
Hér eru menn höggnir. Safnadagar 12. febrúar 2010
Tveir tilbúnir að stökkva fram rétt eftir að komið var inn. Safnadagar 12. febrúar 2010
Elín Hanna í öllum herklæðum. Safnadagar 12. febrúar 2010