Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Október

06.10.2009 22:23

Reykjavík

Á fallegum degi fór ég út á Álftanes og tók nokkrar myndir af ýmsum kennileitum í Reykjavík.  Hér má sjá tvær þeirra en fleiri myndir eru inní albúminu Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.


Hallgrímskirkja í viðgerð.  04. október 2009


Perlan.  04. október 2009

06.10.2009 22:16

Veiðimenn í Hafnarfirði

Sá þessa veiðimenn á gamla garðinum í Hafnarfjarðarhöfn seinnipart dags þann 04. október 2009.

06.10.2009 08:17

Við Reykjavíkurhöfn.....

Hér má sjá þrjár myndir sem ég tók í Reykjavíkurhöfn þann 04. október 2009.  Þessar og margar fleiri fóru inn í albúm.


2104 Vigri RE71 í Reykjavíkurhöfn 04. október 2009


7054 Fagurey BA250 í Reykjavíkurhöfn 04. október 2009


2774 Katrín RE177 í Reykjavíkurhöfn 04. október 2009

05.10.2009 22:04

Á sjó...

Setti inn nokkrar myndir sem ég tók 04. október í Hafnarfjarðarhöfn og Reykjavíkurhöfn.  Þá safnaði ég saman nokkrum myndum af einhverjum fleitum sem hafa verið í hinum og þessum albúmunum hjá mér, innanlands og erlendis.  Í Hafnarfjarðarhöfn voru stórir, litlir og svo sæþota svo eitthvað sé nefnt.


Tveir stórir í Hafnarfjarðarhöfn 04. október 2009


Sæþota í Hafnarfjarðarhöfn 04. október 2009


5910  Maggi Guðjóns.  Hafnarfjarðarhöfn 04. október 2009

02.10.2009 00:22

Getraun, hvaða skip?

Þið báta- og skipamenn sem skoðið hér annað slagið.  Hvaða skip er þetta?  Mér hefur fundist ykkur nægja eitt stag af bát til að þið þekkið þá og því langar mig að prófa ykkur núna.  Það rifjaðist upp fyrir mér að ég tók þessa mynd upphaflega til að nota hana sem getraun en fékk aldrei tækifæri til þess þó ég viti að Haffi hafi líklega séð þessa mynd hjá mér einhverntíma.  Jæja strákar, látiði ljós ykkar skína.

02.10.2009 00:12

Nokkrir skannaðir bátar

Er farin að skanna eitthvað af þeim þúsundum mynda sem ég á.  Ákvað að byrja á skipum og bátur, fuglarnir og allt hitt á svo eftir að koma inn með tímanum.  En þetta byrjar með einni mynd og svo þeirri næstu og koll af kolli þar til þetta er yfirstaðið.  Hér má sjá þrjár myndir af því sem komið er en nýtt albúm er í farartækjamöppunni sem heitir, skannaðar myndir skip og bátar.


5459 Maggi ÞH 68.  Myndin tekin 01. apríl 1993


6425 Mardís ÞH151.  Myndin tekin 02. apríl 1993


1030 Björg Jónsdóttir ÞH321.  Grindavík 25. mars 1996, beðið löndunar með fullan bát af loðnu

01.10.2009 19:33

1909 Gísli KÓ10

Sá 1909 Gísla KÓ 10 á innleið í dag á fullri ferð.  Ég var staddur út á Álftanesi þegar ég sá Gísla koma.  Staðsetningin var ágæt hjá mér í þetta skipti.  Gísli var greinilega á leið inn í Kópavogshöfn.  Hér er ein mynd af honum og fleiri eru í skip og báta albúminu.


1909 Gísli KÓ 10 á innleið, 01. október 2009.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 6934
Gestir í dag: 184
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 765919
Samtals gestir: 54780
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 21:30:16