Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Júní

22.06.2009 21:35

Ættarmót í Stykkishólmi

Ættarmót niðja Jóhönnu Stefánsdóttur og Steinþórs Einarssonar var haldið í gamla íþróttahúsinu í Stykkishólmi þann 20. júní 2009.  Held ég geti sagt að þarna hafi allir haft gaman af að hitta ættingja og vini.  Farið var í Stykkishólmskirkju en á altarinu eru kertastjakar sem börn þeirra og fjölskyldur gáfu þegar kirkjan var vígð þann 06. maí 1990.  Þá var farið í kirkjugarðinn og þar settur krans á leiði þeirra hjóna og kveikt á kerti.  Að því loknu fóru þeir sem vildu að Tangargötu 1 en þar bjuggu þau hjónin.  Til ykkar tengdafólk mitt og öll viðhengi þeirra, takk fyrir mig og mínar.  Myndir frá ættarmótinu eru í albúmi.  Myndirnar teknar 20. júní 2009.


Annar kertastjakinn á altarinu í Stykkishólmskirkju.  Á plötunni stendur: STYKKISHÓLMSKIRKJA 6. maí 1990.  Í minningu hjónanna Jóhönnu Stefánsdóttur og Steinþórs Einarssonar frá Bjarneyjum.  Börn og fjölskyldur.


Leiði þeirra Jóhönnu og Steinþórs í Stykkishólmskirkjugarði.


Tangargata 1, Stykkishólmi.  Þarna bjuggu Jóhanna og Steinþór.

16.06.2009 00:35

Fréttir frá Flatey á Breiðafirði

Held áfram að setja inn myndir frá Flatey.  Ýmsar uppákomur eru haldnar í Flatey.  Þann 12. júní hélt Lúðrasveit Vesturbæjarskóla og Miðbæjarskóla tónleika í Félagsheimilinu.  Sveitin lék ýmis þekkt lög m.a. Mission Impossible, James Bond og ættjarðarlög þar sem áhorfendur voru beðnir um að syngja með.  Þessir tónleikar voru frábærir.

Ferming var haldin í Flateyjarkirkju þann 13.06.2009.  Dagný Rún Þorgrímsdóttir fermdist og var safnað saman í kirkjukór með þeim sem voru í Flatey.  Þess má geta að fjórir aðilar sem tengjast mér voru í þessum kór, tengdamamma, tengdapappi, konan mín og dóttir.  Eftir því sem ég kemst næst þá gekk þetta vel fyrir sig og kórinn kom vel út.

Á hverju ári eru menn á vegum Náttúrufræðistofnunar við rannsóknir í Flatey.  Þeir fylgjast með öllu fuglalífinu í eyjunum.  Helsta verkefni þessa hóps er þó að fylgjast með hrossagauknum.  Ég rölti með þeim og tók myndir en þeir ætluðu að skoða stokkandarhreiður.  Þeir náðu kollunni og merktu.  Þarf að skoða það ef þeir eru enn í eynni þegar ég kem að fara með þeim í eina rannsóknarferð.

Miklar framkvæmdir eru framundan í Flatey en það á að fara að laga veginn frá bryggjunni og inn í þorp.  Þetta er mikil framkvæmd og kemur ferjan Baldur þar mikið við sögu því hún hafa flutt allt efni út í Flatey.

Ungir krakkar setja gjarnan upp sölubása og selja skeljar, steina, glerbrot o.fl. dót sem þau finna í fjörunni.  Salan gengur svona misvel en allir selja þó eitthvað held ég.

Hér eru nokkrar "fréttamyndir" úr Flatey.


Lúðrasveit Vesturbæjarskóla og Miðbæjarskóla.  Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009


Dagný Rún fyrir miðri mynd brýtur saman kirkjudagskrána. 
Flatey á Breiðafirðir 12. júní 2009


Rannsóknarvinna.  Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009


Á þessari mynd af bryggjunni og frystihúsinu sjást allir pokarnir sem búið er að flytja út í Flatey. 
Flatey á Breiðafirði 11. júní 2009.


Ungir sölumenn í Flatey, 13. júní 2009

16.06.2009 00:20

Flatey á Breiðafirði, paradís

Eins og ég sagði áðan þá hef ég verið staddur út í Flatey á Breiðafirði sem er alger paradís.  Hef tekið mikið af myndum af húsunum o.fl.  Nú byrjaði ég að taka myndir af hurðum í Flatey, skiltum í Flatey og svona má lengi halda áfram.  Hér má sjá nokkrar myndir en ég bætti 140 myndum inn í Flateyjaralbúmið og þær eiga líklega eftir að verða fleiri því ég er á leið aftur út í Flatey.


Bentshús. Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009


Alheimur.  Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009


Einarshús.  Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009


Fjárhúsin þeirra Hafsteins og Línu.  Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009

15.06.2009 23:48

Fuglalíf í Flatey á Breiðafirði

Var í Flatey á Breiðafirði og er á leiðinni þangað aftur.  Alltaf þegar ég er í Flatey þá mynda ég eitthvað smávegis af fuglum.  Ég get upplýst það hér að ég eltist sérstaklega við að ná myndum af kríunni.  Þá náði ég reyndar myndum af ýmsum öðrum tegundum, talsvert hefur því bæst við að myndum í fuglaalbúmið.  Hér fyrir neðan eru þrjár myndir af kríu og ein af hrossagauk.


Kría að setjast á hreiður.  Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009


Kría lætur heyra í sér.  Flatey á Breiðafirði 13. júní 2009.


Kría fylgist með ljósmyndaranum.  Flatey á Breiðafirði 13. júní 2009.


Hrossagaukur í Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009.

10.06.2009 12:12

Breytingar á Húsavík

Hér eru tvær myndir þar sem sjá má í þessi þrjú hús, Hallanda, Hliðskjálf og Móberg.  Á fyrstu myndinni má sjá Hallanda, Hliðskjálf og Móberg, þá sér í Dvergastein ofan við Hallanda.  Skúrarnir þarna á myndinni, talið frá vinstri, Sören Einars átti fyrsta skúrinn, næst kemur skúr sem var í eigu útgerðarinnar Andvara.  Í bilinu milli þessara skúra var skúr sem kveikt var í en ekki man ég hver átti hann.  Lengjan sem þarna sést var skipt upp í þrjú bil, Geir í Móbergi átti tvö bil og var þar með kindur og Hjalli T var með eitt bil þar sem hann beitti m.a.  Hin myndin er nýrri og sjá má miklar breytingar þarna neðan við bakkann.


Hallandi, Hliðskjálf og Móberg.  Myndin tekin 1980+.


Hallandi, Hliðskjálf og Móberg.  Mikill gróður kominn þarna.  15.09.2007

10.06.2009 11:56

Húsavíkurfjall, þrenna

Í október 2008 setti ég hér inn þrjár myndir af sama myndefni.  Hér kom þrjár myndir af Húsavíkurfjalli.  Þetta litla fjall okkar Húsvíkinga spannar litaflóruna nokkuð vel, allt frá því að vera brúnt síðan grænt og jafnvel blátt, að endingu verður það svo hvítt af snjó.  Ég mun halda áfram að setja inn svona þrennur í þessum dúr.


Húsavíkurfjall, tekin norðan við Lyngbrekku, 17. september 2007


Húsavíkufjall, tekin í Skrúðgarðinum við Búðarána, 10. júlí 2008


Húsavíkurfjall, tekin frá Saltvíkurfjöru, 30. maí 2009

10.06.2009 08:32

Stór, stærri, stærstur!

Þann 24. maí s.l. skrapp ég og tók nokkrar myndir.  Hér má sjá tvær úr þeirri ferð.  Þarna má sjá Hvassafellið á leið til hafnar með fjöldann allan af gámum merktum Hyundai.  Þessi mynd var tekin út á Seltjarnarnesi rétt við Gróttu.  Ég vildi samt að myndin væri þannig að það væri eins og skipið væri úti á regin hafi þó sjá megi í fjöllin þarna á bakvið.  Held að skipstjórinn sé ekki enn farinn að slá af þarna.  Hin myndin er tekin í Hafnarfjarðarhöfn og sýnir Sjóla HF 1.  Skipstjórinn var búinn að fara einn hring um höfnina í rólegheitum og svo tók hann stefnuna út úr höfninni og setti á fulla ferð.  Fleiri myndir í möppu.


Hvassafell á fullri ferð.  24.05.2009.


2649.  Sjóli HF 1 í Hafnarfjarðarhöfn 24.05.2009.


993.  Náttfari.  Skjálfandi 30.05.2009

07.06.2009 14:35

Húsavík um Hvítasunnuna

Hvítasunnuhelgina 29. maí - 01. júní fór fjölskyldan á Húsavík.  Eitthvað af myndum er komið inn í Húsavíkurmöppuna.  Ég gerði meðal annars heiðarlega tilraun til að ná mynd af mývargi eins og þið getið séð.  Hér má sjá smá úrval af myndum en fleiri eru í möppunni Húsavík og nágrenni. 


Húsavíkurhöfn 30. maí 2009


Mývargur við Búðarána 31. maí 2009.


Elín Hanna við Búðarána 31.maí 2009


Sólsetur við Skjálfanda 01.06.2009

07.06.2009 14:19

Hvítasunnubað á Húsavík

Rakst á þessa maríuerli í hesthúsahverfinu á Húsavík 30. maí 2009.  Þetta var Hvítasunnubaðið hennar og ég er ekki frá því að hún sé eitthvað hreinni eftir allan þennan gusugang.  Er að vinna í myndum frá Húsavíkurferðinni en einhverjar myndir eru þó komnar inn og þið gætuð fundið þær í hinum ýmsu möppum en ég á eftir að setja myndir hér á forsíðuna og vísa á myndirnar en endilega kíkið eftir þessu.


Maríuerla í Hvítasunnubaðinu við Traðagerði á Húsavík, 30.05.2009

07.06.2009 02:40

Ofurhugar

Þegar ég skrapp niður að Hafnarfjarðarhöfn 06.06.09 urðu þessir ofurhugar á vegi mínum.  Jón Árni og Valgeir stukku í sjóinn og gat ég ekki annað en lyft myndavél til að frysta þetta.  Setti inn nýtt albúm sem ég kalla Ofurhugar þar má sjá myndir frá öllum stökkunum þeirra.  Hér eru tvær myndir af þeim í fullri aktion.


Jón Árni tekur bakkflipp og sleppir annarri hendi.  Hafnarfjarðarhöfn 06.06.2009


Valgeir lítur á félaga sína í 360° snúningi.  Hafnarfjarðarhöfn 06.06.2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 6934
Gestir í dag: 184
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 765919
Samtals gestir: 54780
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 21:30:16