Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Apríl

29.04.2009 09:50

Þorgeir GK 73

Í Stykkishólmi er bátshræ við Landeyna, móti Skipavík.  Þessi bátur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég fór að koma í Stykkishólm.  Ég er reyndar ekki einn um að hafa þennan bát í uppáhaldi því gráhegrar venja komur sínar nokkuð reglulega í þennan bát.  Ég hef reyndar ekki komið út í bátinn svo það hafa hegrarnir framyfir mig.  Ég hef tekið nokkrar myndir af bátnum því mér finnst hann vera "myndvænn" þó í raun sé hann líti á þessum fallega stað.  

Ræddi við menn í Stykkishólmi m.a. Einar Karlsson, til að afla mér upplýsinga um bátinn.  Báturinn mun hafa heitið Þorgeir og kom frá Sandgerði eða Grindavík.  Þessi bátur kom í skiptum fyrir togara til Bæjarútgerðarinnar í Stykkishólmi.  Þorgeir var aldrei gerður út frá Stykkishólmi en settur á legu á svonefndri Þembu þegar hann kom í Hólminn.  Þaðan slitnaði hann svo upp í vondu veðri um 1980 og rak upp í Landeyna og hefur verið þar síðan.  

Þorgeir GK 73 ex Ingólfur GK 96, 222 TFQO
Smíðaður í Hollandi 1925.  Stál.  127 brl. 200 ha. Newburn díesel vél.
Eigandi Ingólfshöfði h/f, Keflavík, frá 14. mars 1946.  Skipið var selt 5. mars 1954 Guðvarði Vilmundarsyni, Vestmannaeyjum, Árna Vilmundarsyni, Keflavík, Erlendi Vilmundarsyni og Gísla Vilmundarsyni, Reykjavík, skipið hét Þorgeir GK 73.  Selt 25. ágúst 1956 Stefáni Franklín, Reykjavík. 1961 var sett í skipið 400 ha. Paxmann díesel vél.  1963 var skipið endurmælt og mældist þá 137 brl.  16. mars 1963 var skráður eigandi Miðnes h/f, Sandgerði.  1963 var sett í skipið 380 ha. Caterpillar díesel vél. Eigandi frá 1970 var Útgerðarfélag Stykkishólms h/f, Stykkishólmi.  Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 6. nóvember 1979.

Upplýsingar:  Íslensk skip, bók 1, bls. 201, Ingólfur GK 96.

Smelltu HÉR og þú getur séð hvernig báturinn, Þorgeir GK 73, leit út þegar hann var í fullu fjöri.  En í dag lítur hann svona út, myndvænn en líti í umhverfinu.




Myndirnar eru teknar 26.04.2009

28.04.2009 22:00

Fjólur í höfninni í Stykkishólmi

Tók nokkrar myndir af bátum sem ég sá í Stykkishólmi um síðustu helgi.  Hér eru tvær myndir, vill svo til að þeir heita báðir Fjóla.  Fleiri myndir í albúminu Skip og bátar.


2070 - Fjóla SH 7

1192 - Fjóla SH 55
Myndirnar eru teknar 26.04.2009 í höfninni í Stykkishólmi.

28.04.2009 21:21

Landslag

Á ferð minni heim úr Stykkishólmi sá ég þennan fjallstopp sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir.  Fannst þessi fjallstoppur minna mig svolítið á drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið.  Ef þið þekkið þetta fjall þá endilega sendið mér línu.


Myndin er tekin 26.04.2009.

19.04.2009 12:21

Fuglar við Bakkatjörn

Skrapp og kíkti á fugla við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.  Tók þar nokkrar myndir sem sjá má í fuglamöppunni.  Meðal annars eru þarna hringmáfar.  Hér má sjá myndir af tveimur hringmáfum.


Hringmáfur við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.  Myndin tekin 18.04.2009.


Hringmáfur við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.  Myndin tekin 18.04.2009.

19.04.2009 11:48

Fagriklettur verður Polaris

Hér er mynd sem ég tók í gær 18.04.2009 og sýnir bátinn Polaris - 162.  Neðri myndin er tekin 31.01.2009 af sama bát en þar heitir hann Fagriklettur HF 123 - 162.  Í stuttu máli, Fagriklettur verður Polaris.


Polaris - 162  Tekin 18. apríl 2009 í Hafnarfjarðarhöfn.


Fagriklettur HF 123 - 162  Tekin 31. janúar 2009 í Hafnarfjarðarhöfn.




19.04.2009 11:39

Björgunarsveitin æfir

Á ferð minni um Hafnarfjörð í gær, 18. apríl, veitti ég athygli að í höfninni í Hafnarfirði var Björgunarveit Hafnarfjarðar við æfingar.  Þarna var verið að kenna nýliðum að rétta við gúmmíbát sem hafði oltið. Krakkarnir veltu bátnum og réttu hann svo við aftur.  Þetta gekk svona og svona.  Setti albúm, Björgunasveit Hafnarfjarðar æfir.  Hér má sjá þegar verið er að velta bátnum og leiðbeinendurnir stökkva í sjóinn.  Báturinn á góðri leið með að velta.


Myndin tekin 18. apríl 2009 í Hafnarfjarðarhöfn.

16.04.2009 00:18

Vor í lofti

Ég hef lítið verið á ferðinni undanfarið.  Ég skrapp þó í Fossvogskirkjugarð annan í páskum.  Þar er vor í lofti, mikill fuglasöngur og krókusar spretta sem aldrei fyrr.  Hér er ein mynd hér af Baldvini Njálssyni GK 400 á leið inn í Hafnarfjarðarhöfn þann 11.04.2009.


Svartþröstur með orm.  Myndin tekin 13.04.2009 í Fossvogskirkjugarði.


Krókusar í Fossvogskirkjugarði.  Myndin tekin 13.04.2009.


Baldvin Njálsson GK 400 á leið inn í Hafnarfjarðarhöfn.  Myndin er tekin 11.04.2009.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24