Í tvígang hef ég farið að skoða bát sem er ekki langt frá Straumi n.t.t. við Glaumbæ. Þarna er um björgunarbát að ræða, yngri en þann sem ég hef þegar myndað við Elliðavatn. Þessi er talsvert heillegri. Þann 07.mars fórum við fjölskyldan í göngutúr þarna á svæðinu kringum Straum. Þarna er mikið að mynda og var ég búinn að kynna mér aðeins staðhætti með því að fara inn á
www.ferlir.is en þar eru krot, frásagnir og ýmis fróðleikur af þessu svæði. Þetta höfðum við með okkur í þennan göngutúr okkar og gerði það ferðina á þessu svæði mun áhugaverðari. Setti inn slatta af myndum frá þessu svæði. Hér koma tvær myndir úr ferð fjölskyldunnar.
Hér má sjá alla fjölskylduna við björgunarbátinn. Myndin tekin 07.03.2009.
Eitt af húsunum sem er þarna. Myndin tekin 07.03.2009.