Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Febrúar

26.02.2009 23:53

Hvernig bátur er þetta?

Tók myndir af þessum báti við Elliðavatn í dag, 26.02.2009.  Ég var þarna við annan mann og við veltum því fyrir okkur hvernig bátur þetta væri.  Nú er spurningin hvort þið getið aðstoðað okkur og sagt okkur hvernig bátur þetta er.
Hér eru fjórar myndir af bátnum.  Í bátnum eru krókar bæði í stefni og skut sem líklega hafa verið til að hífa bátinn upp.  Sjá má að með síðunni að innanverðu er eins og hilla eða bekkur.  Þá virtist okkur sem báturinn væri eins báðum megin, þ.e. báður endar gátu verið stefni.  Báturinn hefur verið vel smíðaður alla vegna er nóg af nöglum og skrúfum við stefnið.  Þá eru litlar lykkjur á síðum bátsins sem sjást m.a. á fyrstu myndinni en fellur svolítið inn í fyrsta grastoppinn hægra megin við bátinn.  Okkur datt í hug einhverskonar björgunarbátur sem hafi hangið á einhverju skipi.  Er einhver sem getur aðstoðað okkur við þennan bát, hvernig bátur er þetta?



22.02.2009 23:43

Flott hús

Þetta reisulega hús er í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar.  Glæsilegt hús en því miður hefur það ekki ennþá verið gert upp.  Hef lengi ætlað að taka mynd af því en ekki látið verða af því fyrr en í dag.  Myndin tekin 22.02.2009.

22.02.2009 23:39

Svarthvít

Fannst þessi mynd koma betur út í svarthvítu heldur en í lit.  Himininn var mjög hvítur og því kemur hún betur út svona.  Þessi mynd er tekin þar sem verið er að reyna að rækta upp ferhyrnda kindastofninn.  Þessar ferhyrndu kindur sem ég sá voru ekkert að stilla sér upp eins og þessar.

22.02.2009 23:33

Ferhyrndar kindur

Í nágrenni við Hafnarfjörð eru fjórir "hobbýbændur" sem eru að reyna að rækta upp ferhyrndan kindastofn.  Ég rakst á einn eigandann og hann sýndi mér hrútana þeirra.  Glæsilegar skepnur.  Sá nokkrar ferhyrndar kindur þarna en horn þeirra voru ekki eins tilkomumikil og hrútanna svo ég sleppti að taka myndir af þeim.  Kem líklega til með að skreppa þarna einhverntíman aftur og taka fleiri myndir.



22.02.2009 23:22

Skip, bátar

Ég tók nokkrar myndir í dag við Hafnarfjarðarhöfn.  Var í smá vandræðum með að flokka myndirnar mínar eftir albúmunum mínum, Skip og bátar eða Önnur farartæki.  Hér koma myndir af stórfiskiskipunum Margrétinni og Súlunni, með þeim í Hafnarfjarðarhöfn var þessi ´"stóri" bátur.  Skipperinn var að koma frá því að taka smá hring um baujurnar utan við höfnina og til baka aftur.  Svona léttur sunnudagstúr.


Margrét EA 710 - 2730.  Myndin tekin í Hafnarfjarðarhöfn 22.02.2009


Súlan EA 300 - 1060.  Myndin tekin í Hafnarfjarðarhöfn 22.02.2009


Svo þessi umdeildi, setti hann nú með hinum bátunum því annars gæti hann móðgast.

15.02.2009 00:22

Landslag

Skrapp í Stykkishólm 7-8 febrúar s.l. og á heimleiðinni þann 08.02. tók ég þessar myndir.  Setti þær inní Íslands-albúmið.  Tel mig hafa náð þeirri stemningu sem ég upplifði á leiðinni, kyrrð.  Í fyrstu voru það síðustu sólargeislarnir sem lýstu á fjöllin en svo var það tunglið og snæfiþaktir fjallstindar. 


Þessi mynd er tekin rétt hjá Skildi.  Tekin 08.02.2009.


Þegar ég hafði ekið yfir Vatnaleiðina og var að nálgast Vegamót þá horfði ég á tunglið og fannst ég þurfa að festa þetta á mynd.  Myndin er tekin 08.02.2009.


Seinna var þessi sýn á vegi mínum, snæviþakinn fjallstindur og tunglið fyrir ofan.  Myndin tekin 08.02.2009.


09.02.2009 16:59

Kemur á óvart :-)

Hér er ein af þessum myndum sem ég tók frá Álftanesinu þegar ég var þar.  Fannst litirnir koma flott úr, Perlan í skugga og því dökk en fjöllin bleik.  Set hér inn þrjár myndir frá því laugardag fyrir rúmri viku síðan 31.01.2009.  Held áfram að hrella ykkur með myndir af Bessastöðum, líklega kominn tími til að setja möppu bara með myndum af Bessastöðum og aðra bara með Keili, sjá hvernig úrvalið er.  Hugsa þetta aðeins...................búinn að hugsa þetta.  Vinn að því að setja bara inn myndir af Bessastöðum svona rétt til að sjá hvernig þetta lítur út, eru þær allar eins eða er eitthvað úrval og breytileiki þó um sama staðinn sé að ræða.  Er þetta eins og til var sáð, þ.e. að eiga mydnir af Bessastöðum frá nánast öllum sjónarhörnum og í öllum veðrum.  Vinn að þessu.  Kem til með að gera ýmsar aðrar breytingar á myndaalbúmunum og auðvitað fáiði að fylgjast með. 


Myndin tekin 31.01.2009


Kuldalegir Bessastaðir.  31.01.2009


Sólsetur.  31.01.2009.

03.02.2009 08:29

Frúin

Laugardaginn 31. janúar 2009 náði ég að smella mynd af "Frúnni" hans Ómars, á fullri ferð.  Eigandi vélarinnar er Hugmyndaflug ehf, sem er í eigu Ómars Ragnarssonar.


TF-FRU er Cessna 172 M Skyhawk II, árgerð 1975, skráningarnúmer 326.  Hér er hún á flugi yfir Álftanesi, 31.01.2009.

01.02.2009 22:37

Ýmislegt

Þegar lítill tími er til myndatöku notar maður allan tíma sem til fellur.  Þá skeppur maður að sjálfsögðu bara í næsta nágrenni og þá þýðir ekkert að vera vandfísin.  Eins og þið hafið séð þá eru Bessastaðir og Keilir inn hjá mér núna, en það eru fleiri staðir sem hægt er að mynda.  Myndir teknar 31. janúar í mjög fallegur veðri.  Setti nýjar myndir inn í þrjú albúm, skip og bátar, Stór-Hafnarfjarðarsvæðið og ýmis farartæki. 


Þessi bær stendur norðan við Garðarkirkju.  Myndin er tekin 31.01.2009.


Íslandsbersi HF 13 í Hafnarfjarðarhöfn.  Myndin tekin 31.01.2009.


Þessum ræflum hefur verið hleypt út úr fjárhúsunum.  Þær eru anski skítugar og það sést vel í hvítum snjónum.  Myndin er tekin norðan við Garðakirkju 31.01.2009.


Ein í restina af Bessastöðum. Myndin tekin 31.01.2009.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24