Við vinnufélagarnir hér á Húsavík skruppum í Flatey á Skjálfanda þann 26. ágúst svona rétt til að klára sumarið ef svo má segja. Fyrst var farið inn með, nánast inn undir Skjálfandafljótsós, þaðan farið út með Kinnafjöllunum. Veitt smávegis á sjóstangir, því næst haldið í Flatey og grillað. Smá göngutúr um Flatey og því næst í bátinn aftur og út í Flateyjarsundið og veitt smá meira. Að því loknu haldið heim. Góð ferð með góðum mönnum. Hér eru nokkrar myndir úr ferðar en miklu fleiri myndir eru í sér myndaalbúmi.
Hluti hópsins, Hreiddi, Jóhann, Sigurður, Viggi og Billi.
Þegar báturinn var settur á fullt þá gaf aðeins á hann, einn lét það ekki á sig fá og sat úti allan tímann. Jóhann lét ekki smá pus hafa áhrif á sig. Skál, félagi.
"Já, vinur, ég er með ribbs, þetta er svo rosalega gott."
Viggi er ógeðslegur í mat eins og sjá má, hahahahaha. Vona að þið sem sjáið þessa mynd missið ekki matarlistina.
Vitaverðirnir, Deddi, Ingvar, Jóakim, Addi og Billi. Hér gæti manni dottið í hug ýmis nöfn sem enda á ....vitar, en það á ekki við hér.
Já, sumir myndast betur en aðrir, félagi. Jóhann er einn þeirra, félagi.
Ein kvöldstemma í restina. Flatey yfirgefin.