Ákvað að setja inn nýtt albúm sem ég kalla ýmis farartæki. Þar set ég inn myndir af hinum ýmsu farartækjum sem ég tek myndir af en þó helst ekki bátum, þeim eru gerð skil annarsstaðar. Setti nokkrar myndir þar inn. Hér má sjá eina mynd af lítilli flugvél TF-PZL, ég hef ekkert vit á þessu og veit ekkert hvaða tegun þetta er. Kanski kemur það með tímanum að ég get frætt ykkur um þetta en tíminn einn leiðir það í ljós.
TF-PZL myndin tekin 09. júní 2008.
Fékk þessar upplýsingar sendar frá Sigurði Ásgeirssyni, eiganda vélarinnar:
Vélin heitir PZL-101A Gawron og er pólsk smíðuð 1967. Gömul sjúkraflugvél og notar mjög stuttar og lélegar flugbrautir.
Kveðja, Siggi (á gripinn)