Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2007 Október

19.10.2007 16:02

Þingvellir, haust

Þann 10. oktober skruppum við á Þingvöll til að skoða haustlitina.  Veðrið var frábært og haustlitirnir voru æði.  Setti myndirnar inn í Íslands-albúmið.  Hér má líta eina af myndunum.

18.10.2007 20:46

Skógarþröstur frá því í gær.

Ákvað að setja inn eina mynd af skógarþröstunum frá því í gær en ég gekk um Laugardalinn n.t.t. Grasagarðinn.  Svo náði ég þessum skógarþröstum á bifreiðastæðinu framan við Húsdýragarðinn.

17.10.2007 18:35

Ber, fuglar o.fl.

Skrapp í Grasagarðinn í Laugardal í dag.  Þar eru ýmsar plöntur með einhverjum berjum á og tók ég myndir af þeim og setti inná síðuna.  Þá gerði ég tilraunir til að ná myndum af skógarþröstum að borða reyniber og þær myndir eru á leiðinni hér inn líka.  Hér má sjá mynd af appelsínugulum berjum á Hafþyrni.

12.10.2007 22:18

Vík í Mýrdal

Skrapp í dag, 12.10., í Vík í Mýrdal.  Þessi ferð var farin til að skoða flækingsfugl sem fannst þar í gær.   Þessi fugl er merkilegur þar sem þetta er aðeins í annað sinn sem hann finnst hér á Íslandi, líkt og safaspætan.  Þessi fugl heitir straumsöngvari, River Warbler.  Við fundum hann og náði ég einni slakri mynd af honum en hún sýnir samt hvernig hann lýtur út.  Þá fannst mér Reynisdrangarnir vera flottir í þokunni og setti inn myndir af þeim.

11.10.2007 18:17

Fuglar, tré og fleira

Setti inn nokkrar myndir sem ég hef tekið síðustu daga.  Þetta eru fuglamyndir sem ég tók í dag, 11.10.2007 af heiðatittling og gulllóu.  Myndirnar eru ekkert sérstakar en allt í lagi þó.  Þetta eru bæði fuglar sem koma frá Ameríku.  Þá hef ég farið í gönguferðir hér um nágrennið síðustu daga og séð haustlitina sterka og reyndi að ná því á mynd.  Þá setti ég inn nýjar myndir í "Húsvíkingar fyrr og nú".  Þá eru myndir í Íslandsmöppunni.  Nóg að skoða.

08.10.2007 23:17

Safaspæta á Íslandi

Fór í dag, 08.10.2007, á Selfoss til að líta augum sárasjaldgæfan fugl hér á landi.  Þetta var safaspæta, Yellow-bellied Sapsucker, Sphyrapicus varius. Ég hafði myndavélina með og náði nokkrum myndum af fuglinum, setti inn tvær myndir.  Þess má til gamans geta að þetta er annar fuglinn sem sést hér á Íslandi, en sá fyrsti fannst löngu dauður í júní 1961.  Þetta er sem sagt fyrsti lifandi fuglinn af þessari tegund hér á landi og fjórði fuglinn sem sést í Evrópu.  Safaspæta kemur frá Ameríku.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24