Fór í dag, 08.10.2007, á Selfoss til að líta augum sárasjaldgæfan fugl hér á landi. Þetta var
safaspæta,
Yellow-bellied Sapsucker,
Sphyrapicus varius. Ég hafði myndavélina með og náði nokkrum myndum af fuglinum, setti inn tvær myndir. Þess má til gamans geta að þetta er annar fuglinn sem sést hér á Íslandi, en sá fyrsti fannst löngu dauður í júní 1961. Þetta er sem sagt fyrsti lifandi fuglinn af þessari tegund hér á landi og fjórði fuglinn sem sést í Evrópu. Safaspæta kemur frá Ameríku.