Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2007 Júlí

29.07.2007 21:05

Fjallaferð

Skruppum í Hólaskjól og hittum þar á "Klíkuna".  Fórum þaðan að Langasjó og hluti Klíkunnar gekk á Sveinstind.  Frá  Hólaskjóli var farið að Botnu, sumarbústað í Eldhrauni.  Þaðan haldið í Þakgil, Reynisfjöru, Dyrhólaey og Seljalandsfoss.  Ljósmyndir má sjá í albúmi merktu Hólaskjóli.

24.07.2007 13:31

Fleiri myndir

Er að setja inn myndaalbúm, Elín Hanna, vinir og ættingjar.  Þetta skýrir sig sjálft, þetta eru myndir af Elínu Hönnu dóttur minni og einhverjir eru með henni á myndunum.  Það er fólk, dýr og jafnvel hlutir sem hægt er að tala um sem nokkurs konar vini.
Ein af myndunum sem er þarna er tekina af Hrafni Svavarssyni, en það er mynd af Elínu Hönnu með selkóp.

22.07.2007 22:41

Blómamyndir

Setti inn nýtt myndaalbúm, blómamyndir.  Það segir sig sjálft að þetta eru myndir af blómum og gróðri sem ég hef tekið frá því 2003.  Gömlum yndirnar eru ekki komnar inn ennþá.  Ég hef í gegnum tíðina myndað allt sem ég sé og blómin eru engin undantekning frá því.

20.07.2007 13:10

Smá fréttir

Í gær setti ég inn fimm myndir í fuglaalbúmið.  Þetta eru myndir sem ég tók fyrir þremur dögum síðan, svona tilraun hvort skjálftinn í höndunum á mér hefði eitthvað að segja.  Þá eru myndir í Stór- Hafnarfjarðarsvæðinu af hestum teknar á sama tíma.  Þetta  gengur sem sagt hjá mér, þ.e. að taka myndir.  Ég er því byrjaður að taka myndir aftur og þið fáið að njóta afrakstursins ef vel gengur.

19.07.2007 23:02

Fleiri myndir

Enn set ég inn myndir í albúmið Stór- Hafnarfjarðarsvæðið.  Þetta eru flestar myndir sem teknar voru að vetrarlagi og eru frekar kaldar en alveg þokkalegar held ég.  Ég set inn myndir núna nokkuð ört til að hafa síðuna nokkuð virka.

19.07.2007 01:20

Nýtt myndaalbúm

Setti inn nýtt myndaalbúm sem ég kalla Stór- Hafnarfjarðarsvæðið.  Þetta eru myndir sem ég hef tekið hér í Hafnarfirði og nágrenni, Álftenesinu, Garðabæ og víðar.  Eitthvað af þessum myndum eru í öðrum myndaalbúmum en þó eru þarna  einhverjar sem ekki hafa sést áður.

18.07.2007 14:29

Könnunin, skrifar þú í gestabækur á heimasíðum ?

Þá er ég búinn að fjarlægja skoðunarkönnunina.  Fimm svöruðu henni, þar af fjórir sem sögðust stundum skrifa í gestabækur á heimasíðum, einn sagðist aldrei skrifa í gestabækur.   
Ég hef aðeins verið að prófa að taka myndin núna síðustu daga og það hefur gengið svona og svona.  Þökk sé IS linsunni minni, þá gengur þetta þokkalega.  Einhverjar þessara mynda rata inn, þá aðallega í fuglamöppuna og verður þess getið síðar.

10.07.2007 23:20

Vorið með Einari Stein

22. maí 2005 voru haldnir tónleikar í Stykkishólmskirkju.  Kirkjukór Stykkishólmskirkju hélt þessa tónleika sem voru kallaðir "Vorið með Einari Stein".  Á efnisskránni voru einungis sungnir textar eftir Einar Steinþórsson tengdaföður minn.  Þó ég sé ekki mikill kóramaður þá voru þessir tónleikar mjög skemmtilegir.  Þá má  geta þess að karl tengdafaðir minn er skratti góður að semja texta, sem sagt góður hagyrðingur.  Ég var með myndavélina á lofti þarna og nú langar mig að bjóða ykkur að sjá hvernig þetta fór allt fram.  Þarna söng kirkjukórinn allur, kvennakór, karlakór, einsöngvarar og undirleikarar og stór hluti þeirra sem fram komu eru frændfólk tengdafjölskyldu minnar.
Eftir tónleikana fór stórfjölskyldan á Narfeyrarstofu og borðuðu saman.  Í þessari myndamöppu eru nokkra myndir sem dóttir mín, Elín Hanna, tók þá 7 ára gömul.  Þá eru tvær myndir eftir mág minn, Steinþór Einarsson. 

10.07.2007 22:39

Nýtt myndaalbúm.

Hef bætt hressilega inn í Íslandsmyndirnar, voru tæplega 60 í fyrradag en eru núna yfir 160.  Nú farið þið vonandi að sjá hvernig ég sé Ísland fyrir mér. 
Þá setti ég inn nýtt myndaalbúm af frænku minni henni Elínu Pálsdóttur.  Ég notaði hvert tækifæri sem ég hitti hana til að taka nokkrar myndir.  Ég sendi foreldunum nokkrar myndir sem voru sérvaldar, en megnið hafa þau ekki séð, en þau fá tækifæri til þess núna.

10.07.2007 10:29

Skoðanakönnun

Setti inn litla skoðanakönnun, vona að þið svarið henni og í leiðinni þá framkvæmiði það sem hún minnir ykkur á.  Smá vandræði við að setja hana inn, byrtist tvisvar en því verður reddað.

10.07.2007 10:12

Fleiri myndir.

Enn hendi ég inn myndum í Íslandsmöppuna mína.  Njótið.

10.07.2007 01:16

Myndum bætt í Íslandsmöppuna

Gott fólk, þá er ég búinn að setja slatta af myndum inn í Íslandsmöppuna mína.  Mun halda áfram að bæta inn myndum næstu daga.  Þá er ég að byrja að skanna inn myndir af slide myndum, eitthvað úrval og mun ég setja þær inn þar sem þær eiga við hverju sinni. 
Ég benti á það að ég hef ekkert verið að mynda upp á síðkastið enda á ég erfitt með það þar sem sú lyfjameðferð sem ég er í núna gerir það að verkum að hendur mína skjálfa mikið þegar ég held á einhverju.  Þetta þýðir að ég get ekki haldið á myndavél eins og staðan er.  Hins vegar þá lagast þetta þegar þeir hafa fundið rétta lyfjaskammtinn og þá byrjar maður bara aftur á fullum krafti að mynda.  Á meðan þá vinn ég í myndunum í tölvunni og þið fáið vonandi að njóta þeirra.  Vona að þið hafið gaman af þessu, ég hef það alla vegna.
Þakka ykkur sem soðið síðuna mína, þið megið alveg láta vini og kynningja ykkar vita af þessari síðu og vonandi hafa þeir eitthvað gaman af að skoða þetta.
Rikki R.

04.07.2007 08:06

Fréttir

Kæru ættingjar og vinir
Nú hefur lítið gerst hjá mér í ljósmyndum síðustu vikur vegna veikinda.  Ég fór í aðgerð, fékk ígrætt nýra í mig þann 19. júlí s.l. og nú er allt á koma.  Allt gékk vel og ótrúlegur bati enn sem komið er. 
Varðandi ljósmyndir þá hef ég verið að setja inn eina og eina möppu af myndum sem ég á og mun halda því áfram, framundan er að setja inn myndir frá Danmörku og Barcelona svo eitthvað sé nefnt.  Lítið bætist við af nýjum myndum en eftir því sem ég hressist meira þá koma þær líka.
Ég vil ítreka við ykkur endilega skráið ykkur í gestabókina mína, svona rétt svo ég sjái hverjir eru að skoða þetta hjá mér.  Teljarinn segir að einhver hreyfing sé en ég veit ekki hverjir.

Kærar þakkir til ykkar allra

Kv. Rikki R
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24