Leifur var smíðaður af Eyjólfi Einarssyni skipasmíðameistara í Hafnarfirði fyrir Hjálmar Eyjólfsson frá Brúsastöðum árið 1969. Báturinn var upphaflega án stýrishúss.
Gunnar Hjálmarsson, sonur Hálmars, eignast bátinn eftir föður sinn. Gunnar gerir breytingar á bátnum, setur á hann stýrishús og breytir honum eins og hann lýtur út í dag.
Núverandi eigandi er Einar Óskarsson Gesthúsum á Álftanesi. Aðspurður kvaðst Einar hafa eignast bátinn líklega um 2001 frekar en 2003. Það hafi atvikast þannig að Leifur sonur hans hafi verið tengdasonur Gunnar Hjálmarssonar, þannig hafi svo báturinn komist í hans eigu. Báturinn fékk nafnið Leifur, eftir syni Einars.
Leifur