Farsæll var smíðaður 1946 af Gunnlaugi Valdimarssyni þegar hann var 19 ára gamall. Hann hafi smíðað hann eftir skektu sem var í Rúfeyjum, litlu fjögurra manna fari, en það hafi verið búið að taka mót af bátnum. Þetta hafi nú bara verið fikt hjá honum að smíða sér bát og hann hafi notið aðstoðar við að vinna viðinn en það hafi verið gamall mublusmiður sem hafi séð um það. Gunnlaugur kvaðst vera búinn að gera bátinn upp þrisvar sinnum. Í annað skipti hafi hann endurbyggt bátinn 1988 og svo aftur 2009-2010.
Núverandi eigandi á Farsæl er Þórarinn Sighvatsson Stykkishólmi.
Farsæll, Stykkishólmur 22. apríl 2011