Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.04.2011 01:32

Farsæll

Farsæll var smíðaður 1946 af Gunnlaugi Valdimarssyni þegar hann var 19 ára gamall.  Hann hafi smíðað hann eftir skektu sem var í Rúfeyjum, litlu fjögurra manna fari, en það hafi verið búið að taka mót af bátnum.   Þetta hafi nú bara verið fikt hjá honum að smíða sér bát og hann hafi notið aðstoðar við að vinna viðinn en það hafi verið gamall mublusmiður sem hafi séð um það.   Gunnlaugur kvaðst vera búinn að gera bátinn upp þrisvar sinnum.  Í annað skipti hafi hann endurbyggt bátinn 1988 og svo aftur 2009-2010.

Núverandi eigandi á Farsæl er Þórarinn Sighvatsson Stykkishólmi.


Farsæll, Stykkishólmur 22. apríl 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24