6176 Kópur SU 460 var smíðaður á Eskifirði 1978 af Geir Hólm, honum til aðstoðar var Hreggviður Guðgeirsson. Í upphafi þá höfðu þeir fyrirmynd sem var norskur dráttarbátur. Þeir eignuðust einn slíkan og þar sem þeir höfðu aldrei smíðað bát áður þá rifu þeir þennan dráttarbát í smátt og notuð sem fyrirmynd af smíði Kóps. Gaflinn að aftan var það eina sem þeir notuðu úr dráttarbátnum en gaflinn var úr mahogni og þeir vildu ekki henda gaflinum. Jafnframt þá lengdu þeir bátinn um 60-70 sentimetra og breikkuðu hann um 20 sm.
Geir kvaðst svo hafa selt Kóp til Norfjarðar, líklega um 1995, en báturinn ekki stoppað þar nema í eitt ár. Eigandi þar var Kristján Vilmundarson.
Frá Norfirði fer báturinn svo í Borgarnes þar sem hann var uppi á landi.
Á bls. 50 í 4ða bnd. "Íslensk skip - bátar" e. Jón Björnsson. Þar er báturinn sagður byggður á Fáskrúðsfirði 1978 en síðast er hans getið 1997 sem "Kópur MB", þá í Borgarnesi.
Ég held að ég fari líka með það rétt að Jón Helgi Jónsson, Jón í Hamri hafi átt þennan bát þar til fyrir örfáum árum, áður en hann skipti yfir í plastið og keypti fyrst Auða litla en síðar Skel 80, Díu HF 14 (7211)
Ég hafði samband við Jón Helga vegna þessara upplýsinga. Jón Helgi sagði upplýsingarnar réttar, að þessi bátur hafi verið keyptur frá austfjörðum í Borgarnes. Þar lá hann lengi og var orðin frekar lélegur. Jón Helgi gerði bátinn upp líklega um 2003-2004, en hann sagði það hafa verið 7-8 ár síðan. Setti í bátinn Leiland vél, notaða sem hann fékk frá Patreksfirði. Hann kvaðst hafa átt bátinn í tvö ár (held að ég hafi náð því rétt). Báturinn hét Kópur þegar hann fékk hann og kvaðst Jón Helgi hafa haldið nafninu Kópur.
Jón Helgi kvaðst ekki vita hver væri eigandi bátsins í dag né hvert nafn hans væri.
Heimildir:
Munnlegar upplýsingar Geirs Hólm, smiðs og fyrsta eiganda Kóps.
Upplýsingar frá Gunnari TH. (Tedda) en hann kom mér á sporið.
Munnlegar upplýsingar Jóns Helga Jóssonar fyrrum eiganda Kóps.
6176 Kópur, Hafnarfjörður 08. apríl 2011