Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

29.04.2011 00:02

Íslendingur eða Litla Gunna

Þessir var í Reykjavíkurhöfn 29. mars 2011.  Þessi árabátur sem málaður er í íslensku fánalitunum og "fóðraður" að innan með gulri málningu hefur verið í Reykjavíkurhöfn lengi.  Ég hef alltaf verið að skoða það að mynda þennan bát en aldrei gert það fyrr en nú.  Fannst speglunin í sjónum koma vel út, minnir mig á útlönd einhvern vegin.


Íslendingur eða Litla Gunna.  Reykjavíkurhöfn 29. mars 2011

29. apríl 2011 náði ég sambandi við Gunnar Snorrason eiganda bátsins.  Gunnar kvað þetta vera færeying og hann hafi fengið Jón Samúelsson á Akureyri til að smíða fyrir sig þennan bát.  Það hafi líklega verið um 1980 en báturinn væru um 30 ára gamall. 
Gunnar kvaðst í upphafi hafa kallað bátinn Litlu Gunnu, svo hafi hann farið að breyta litnum á bátnum og nú sé hann oftast kallaður Íslendingur.  Spurning að hafa það bara "Litla Gunna er Íslendingur".
Gunnar kvað bátinn óbreyttan frá því hann var smíðaður fyrir utan gólfið.  Hann kvaðst hafa látið smíða bátinn fyrir sig til að geta farið og fengið sér í soðið annað slagið.  Gunnar notast við 5 ha. rassmótor á bátinn.  Ég er búinn að vera með bátinn á Akureyri, Raufarhöfn og nú er hann hér í Reykjavík og þetta er hörku sjóskip, sagði Gunnar að lokum.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681637
Samtals gestir: 52725
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:24