Baldur var smíðaður í Hvallátrum árið 1936 af Valdimari Ólafssyni fyrir Þórð Benjamínsson í Hergilsey, síðar Flatey. Upphaflega var sett í bátinn 2 cyl. Albin vél en í dag er í honum 1 cyl Sabb.
Árið 1947 var sett í bátinn 14. ha. Albin vél. Þórður seldi bátinn 1971 Daníel Jónssyni, Dröngum Skógarströnd. 1973 var sett í bátinn 10. ha. Sabb vél.
Varðandi byggingarárið þá hef ég bæði séð 1936 og 1938, Hafliði getur vonandi leyst úr þessu.
Hafliði kom með Baldur með sér frá Reykhólum um mánaðarmótin febrúar/mars til að geta notað lausan tíma til að halda viðgerðum áfram.
Núverandi eigandi Baldurs er Bátasafn Breiðafjarðar.
Upplýsingar:
Hafliði Aðalsteinsson, munnlegar upplýsingar.
Íslensk skip, bátar eftir Jón Björnsson.
Baldur, Kópavogur 05. mars 2011