5039 Kári SH78, var smíðaður í Stykkishólmi 1941 úr eik og furu. 3,43 brl. 7 ha. Skandia vél. Eigandi Jónas Pálsson Stykkishólmi frá 1941. Báturinn fyrst skráður 25. júní 1974. Nokkru áður var sett í bátinn 25 ha. Volvo Penta vél. 18. september 1987 var skráður eigandi Dagbjört Níelsdóttir Stykkishólmi.
Frá 15. september 1988 eru skráðir eigendur Sigurður Páll Jónsson og Bragi Jónsson Stykkishólmi. 1989 var sett í bátinn 45 ha. BMW vél, sama nafn og númer. Báturinn skráður í Stykkishólmi 1997.
Heimildir: Íslensk skip - bátar eftir Jón Björnsson.
Kári SH 78, Stykkishólmur 21. febrúar 2010