Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.01.2011 22:14

Rúna ÍS 174

Þessi frásögn er í vinnslu, set samt inn það sem komið er.

Ég ræddi við Gunnlaug Valdimarsson, núverandi eiganda Rúnu.  Ég set hér inn það sem ég náði að skrá niður eftir Gunnlaugi en vonast til að finna meira um bátinn og bæta upp í söguna.

Gunnlaugur fær orðið.
Rúna var endusmíður 1912 fyrir Valdimar í Hnífsdal.  Hversu gamall báturinn var þá kvaðst hann ekki vita.  Rúna var svo aftur endursmíðuð 1971 fyrir Hólmberg Arason á Ísafirði.  Síðan þá hefur ekkert verið átt við bátinn.

Gunnlaugur kvaðst hafa eignast bátinn fyrir um 6 árum síðan, keypt hann af dánarbúi Guðmundar Eyjólfs Ólafssonar á Ísafirði. (minningagrein um Guðmund Eyjólf Ólafsson http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1064650ATH. Ræða við Ólaf og/eða Birki Guðmundssyni. Póstur sendur 6.1.2011, í vinnslu.
Eyjólfur hætti útgerð 1981 Eftir það reri hann á opinni trillu, Rúnu, öll sumur og fór síðast á sjó fyrir fjórum árum 85 ára gamall. (2002 innskot RR)

Þegar Gunnlaugur eignaðist bátinn var 10 hö. Fariman vél í bátnum.  Fyrir tveimur árum síðan kvaðst Gunnlaugur hafa sett 16. hö. Volvo Penta vél í bátinn.

Ég sagði Gunnlaugi að ég teldi mig eiga mynd af Rúnu með húsi.  Hann kvað það alveg geta verið rétt.  Hann kvasðt afa byggt hús á Rúnu fyrir þremur árum síðan, það hafi verið á bátnum í tvö ár þá fjarlægði hann húsið því honum líkaði ekki við það.
Gunnlaugur kvað Rúnu vera mjög góðan sjóbát.  Eitt sinn fór hann í brjáluðu veðri, 11 metrum á móti straumi, úr Flatey í Stykkishólm.  Þá hafi hann verulega fundið hversu góður sjóbátur Rúna var, hann kvaðst ekki einu sinni hafa þurft að klæða sig í sjóstakkinn.

Til gamans má geta þess að Gunnlaugur kvaðst hafa komið að endurbótum nokkurra báta.  Nefndi m.a. að Þytur hafi verið bátur númer 26.  Nú væri hann að vinna í einum og það væri bátur númer 31.  Gunnlaugur sagði mér hvaða bátur það væri en ég lagði það nú ekki á minnið. 
Í dag, 3. des. 2011 er Rúna komin aftur á Ísafjörð, til kunningja Gulla og sá ætlar að halda áfram að halda Rúnu við og á sjó.


Litla skemmtilega grein mátti lesa í morgunblaðinu miðvikudaginn 13. september, 2000 - Úr verinu - Ég ætla að leyfa mér að setja hana hér inn orðrétt en sleppi myndinni sem fylgdi.  Slóðin á greinina er http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=558269  


"HOLLT VEÐUR EN LÍTIL VEIÐI"

Því hefur verið fleygt að Rúna ÍS, sem hann Eyjólfur Guðmundur Ólafsson rær á, sé eina fjölveiðiskipið á Vestfjörðum. Gummi Eyjólfs, eins og hann er kallaður, vildi nú láta ósagt um það en segir að hann veiði á handfæri og eins hafi hann prófað að leggja síldarnet. "Ég fékk nú lítið sem ekkert í netið og hef tekið það upp. Það kemur þó oft hingað tiltölulega blönduð síld undir lok ágúst."

Eyjólfur segir að hann rói mest út undir Dalina og þá helst ekki nema í góðu veðri þar sem Rúna er opinn bátur. "Mér líkar það alveg ágætlega að róa aðeins þegar gott er veður. Það er hollt veður þarna frammi hjá manni þó maður fái lítið, enda má maður ekki fá neitt."

Eyjólfur segir að sumarið hafi annars verið gott hjá línu- og færabátunum. "Það hefur verið mjög gott hjá þeim enda fara þeir alveg út að Reitnum. Þetta eru ungir og hraustir menn og það er óhætt að segja að við hin lifum á þessum dugnaðarmönnum."

Heimildir:
Gunnlaugur Valdimarsson, munnlegar upplýsingar.
mbl.is - http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=558269 
mbl.is - http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1064650


Rúna á siglingu í Stykkishólmshöfn 18. júlí 2009


Rúna til hægri á myndinni með stýrishús.  Stykkishólmur 18. ágúst 2007

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24