Lyfti myndavélinni um jólin og náði m.a. myndum af Láru SH 73. Ég ræddi við eiganda Láru, Ásgeir Árnason og sendi hann mér eftirfarandi upplýsingar:
Við pabbi, Árni Sigurjónsson, hófum smíði Lárunnar í júlí 1977 og sjósettum hana í júní 1978. Báturinn var smíðaður í frístundum á kvöldin og um helgar í bílskúrnum á Skúlagötu 1 Stykkishólmi. Vélin var 18 hö Sabb til að byrja með og síðan skiptum við um vél 1983 í BMW 30 hö. Engar breytingar hafa verið gerðar á bátnum. Engar lagfæringar nema eðlilegt viðhald.
5957 Lára SH 73, Stykkishólmur 27.12. 2010