Ég er enn að leita að sögu bátsins en ákvað að setja inn það sem ég veit nú þegar.
Selma, Húsavík, var smíðuð um 1954 af Jóhanni Sigvaldasyni. Maggi og Toni Bjarnasynir áttu bátinn og þá bar hann nafnið Bjarni Þórðar. Kristján Óskarsson átti bátinn og rámaði í að Hallmar Helgason hafi átt bátinn og hann hafi keypt af honum bátinn. Næsti eigandi á eftir Kristjáni Óskarssyni var Guðlaugur Laufdal Aðalsteinsson. Næsti eigandi var Jón Heiðar Steinþórsson, þegar hann keypti bátinn þá hét hann Njörður. Segja má að Sigmar Mikaelsson hafi eignast hlut í bátnum er hann setti nýja vél í bátinn árið 1992-93 það var Sabb vél.
Núverandi eigendur eru bræðurnir Þráinn og Ölvar Þráinssynir. Þeir eignuðust bátinn 1998. Þeir endursmíðuðu gólfið í bátnum og klæddu það með riffluðu áli. Vélin er SABB 6-8 hestöfl, árgerð 1963. Slær ekki feilpúst segir Þráinn.
Nýjar upplýsingar koma inn jafnóðum og þær berast.
Selma í Húsavíkurhöfn 05. ágúst 2004