Sæbjörg var smíðuð árið 1992 í Bátastöð Jóns Jónassonar sem var staðsett á Gelgjutanga við Elliðavog. Það voru Agnar Jónsson (sonur Jóns á Ellefur, en hann smíðaði m.a. skonnortuna Hauk upphaflega) og Halldór Páll Eydal sem smíðuðu bátinn fyrir Halldór Pál.
Við smíðina á Sæbjörgu var stuðst við svokallaða Jökulfjarðarskektu.
Engin vél er í bátnum en statíf er til fyrir utanborðsmótor.
Sæbjörg var sjósett 12. júní 1992. Frá því að kjölur var laggður og henni reynslusiglt liðu 35 dagar. Þegar Agnar teiknaði bátinn, gerði línuteikninguna, studdist hann í grunninn við lagið á Hornstranda eða Jökulfjarðarlagið. Í sambandi við seglbúnað var stuðst við íslenska sjávarhætti 2. bindi. Aðalmál Sæbjargar eru 5,48 m x 1,76 x 0,58. Línuteikningin er komin inn.
Árið 2006 voru það fjórir einstaklingar sem keyptu sinn fjórðunginn hver af Halldóri Páli Eydal, það voru Sigríður Ragna Sverrisdóttir, Einar Ófeigur Magnússon, Hörður Sigurbjarnarson og Heimir Harðarson. Norðursigling keypti síðan karlmennina út en Sigríður Ragna stendur stolt eftir með sinn fjórðung. Þegar Sæbjörgin var keypt var hún tekin á dekk á Sveinbirni Jakobssyni (nú Garðar) þegar sá bátur var sóttur til Ólafsvíkur.
Í dag er það að frétta af Sæbjörgu að hún er í algerri yfirhalningu og fer þannig undir yfirbreiðslu og kemur því gullfalleg inn í vorið 2011, segir Heimir Harðarson.
Á þessari slóð eru margar myndir af Sæbjörgu
http://frontpage.simnet.is/eom/saebba/source/img_1377.htmlOfangreindar upplýsingar koma frá Heimi Harðarsyni og Agnari Jónssyni, takk strákar fyrir hjálpina.
Sæbjörg á siglingu í Húsavíkurhöfn 2008
Línuteikning eftir Agnar Jónas Jónsson frá 1992 af Sæbjörgu.