Vinfastur var smíðaður á Reikhólum. Byrjað var á smíðinni haustið 2006 og hann fer á flot um vorið 2007. Smiðir voru Aðalsteinn Valdimarsson, Eggert Björnsson, Hafliði Aðalsteinsson og Hjalti Hafþórsson, félagar í Félagi Áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar.
Vinfastur var smíðaður meðal annars vegna töku heimildarmyndar Ásdísar Thorodsen "Súðbyrðingur saga báts" sem var frumsýnd á Skjaldborgarhátíð nú í sumar (2011). Þá hefur verið gefin út mynddiskurinn Björg með leiðbeiningum um bátasmíði.
Báða diskana er hægt að kaupa í afgreiðslu Bátasafns Breiðafjarðar að Reykhólum.
Þess má geta að Vinfastur er smíðaður eftir bát sem heitir Björg en hefur verið kölluð Staðarskektan. Staðarskektan er til sýnis á Reykhólum og Vinfastur er það stundum líka. Vinfastur hefur ferðast nokkuð m.a. á Siglufjörð og Sail Húsavík árin 2009 og 2011.
Svona bátar voru notaðir við selveiði og æðardúnstekju við Breiðafjörð þar til að vélbátar tóku við um 1940.
Langar til gamans að setja hér inn nokkrar vefslóðir sem þið getið kíkt á, meðal þess er eitt myndband sem sýnir smíði Vinfastar. Flott myndband sem sett hefur verið saman þar. Endilega kíkið á það ef þið eruð ekki þegar búin að því.
Meira má finna um Vinfast á slóðinni www.batasmidi.is og http://batasmidi.is/lang/is/myndasida-album/
Myndir frá smíði bátsins eru hér http://batasmidi.is/myndasida-album/batasmidi_building_the_boat/
Myndir af sjósetningunni eru hér http://batasmidi.is/myndasida-album/sjosetningin-the-launching/
Kvikmyndataka í Hvallátrum er hér http://batasmidi.is/myndasida-album/kvikmyndataka-film-making-in-hvallatrar/
Myndband af smíði bátsins má sjá hér http://batasmidi.is/lang/is/myndbond-videos/
Vinfastur á Húsavík 2008, siglír út úr höfninni.
Vinfastur á Sail Húsavík 2011.