Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

25.09.2010 23:01

Þytur

Breiðfirðingurinn Þytur var sjósettur 17. júní 2009 eftir endurbætur undanfarin ár.  Það voru Gunnlaugur Valdimarsson Rúfeyingur og Erlendur mágur Þórarins Sighvatssonar núverandi eiganda sem gerðu bátinn upp en Þórarinn sá um efniskaupin.  (Viðtal við Gunnlaug Valdimarsson jan. 2011)

Þytur var smíðaður í Elliðaey af Steinþóri Magnússyni smið.  Ekki vitað með vissu hvaða ár það var en Steinþór flutti í Stykkishólm árið 1884 þá 24 ára.  Steinþór hafði þá þegar smíðað Þyt.  Þytur telst vera stór fjóræringur eða lítill sexæringur en hann var að sjálfsögðu án vélar í fyrstu, enda smíðaður vel áður en fyrsta vélin var sett í bát hérlendir en það var árið 1902. 

Eigandasaga Þyts er ekki alveg kunn en þó er vitað að Lárentsínus M. Jóhannsson átti bátinn um tíma.  Þytur fór síðan aftur út í Elliðaey og var þar 1957-1959 og fór þaðan út í Öxney og hefur verið í eigu Öxneyinga síðan.  Jónas Jóhannsson Öxney keypti bátinn 1954 og báturinn hefur verið í ættinni síðan.  Þytur bar einkennisstafina SH 39, 6127.  Báturinn var fyrst skráður 27. júní 1980 og var eigandi þá skráður dánarbúið í Öxney.  Báturinn talinn ónýtur og tekinn af skrá 18. maí 1989.
Núverandi eigandi bátsins, Þórarinn Sighvatsson er langafabarn Jónasar. 

Þytur var notaður í siglingar milli Öxneyjar og Stykkishólms.  Upphaflega smíðaður sem skúta þar sem engar vélar voru komnar í báta hér á landi þá.  Þytur er í upprunlegri mynd fyrir utan vélina sem sett var í bátinn í upphafi.  Sú vél, Sleipnir var skipt út 1978 fyrir Yanmar vél.  Árið 2009, um vorið, var sett nýr Sleipnir 3,5 ha. í bátinn fyrir bátadaga 2009.

Viðurinn sem var í bátnum í upphafi var norsk rauðfura, mjög seinsprottinn.  Við að skoða viðinn var meira eins og að lemja í gler en timbur og viðurinn sprakk frekar í sólinni heldur en að fúna.  Enn í dag er sagt að það séu þrjú borð upprunaleg í bátnum.

Síðustu 15 árin hefur Þytur verið inni í skúr þar sem Þórarinn hefur unnið að endurbótum á bátnum og gerði hann sjóklárann á ný.

Endursagt eftir grein í Stykkishólmpóstinum í júní 2009 og eftir viðtal við Þórarinn 2010.  Hér fyrir neðan getiði lesið greinina sem birtist í Stykkishólmspóstinum 25. júní 2009.  Í fyrirsögnina hjá þeim vantar að vísu Þ-ið, en þið áttið ykkur á því.  Hinn báturinn sem talað er um í upphafi greinarinnar er Valtýr, skútan eða víkingaskipið.


Þytur við bryggju í Stykkishólmi 28. júní 2009.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 681406
Samtals gestir: 52701
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24